Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Afgreiðsluhraði í Kína
28.10.2016
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 16.janúar 2007 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 10. janúar til og með 16.janúar, eða umsóknir sem bárust á sex dögum.
Lesa meira
mbl.is - Fullorðnu „börnin“
27.10.2016
„Ættleiðingar og leitin að upprunafjölskyldu hefur verið áberandi í samfélagslegri umræðu, ekki síst í kjölfar sjónvarpsþáttaraðar er sýnd er á Stöð2 um þessar mundir. Þáttaröðin hefur vakið mikla athygli og málefnið virðist vekja áhuga fólks á þeirri flóknu stöðu sem ættleiddir oft á tíðum búa við. Í raun er það skiljanlegt því málefnið er oft sveipað dulúð, óvissu, forvitni og ævintýraljóma,“ segir Guðbjörg Helgadóttir mannfræðingur og fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá Sálfræðingunum, Lynghálsi 9, í nýjum pistli:
Lesa meira
Reynslusaga - Þrír bræður og foreldrar þeirra. Eftir Unni Björk Arnfjörð
27.10.2016
Þann 21. febrúar 2015 fengum við hjónin, ég og hann Páll Sæmundsson, langþráð símtal. Búið að para okkur við þrjá bræður sem bjuggu í bænum Most í Tékklandi. Aðdragandinn var þó aðeins lengri…
Reykjavík – Ísafjörður – Tékkland
Á sama tíma fékk fjölskyldufaðirinn vinnu úti á landi svo áður en símtalið dásamlega kom vorum við búin að selja íbúðina okkar í Reykjavík og kaupa okkur hús á Ísafirði. Hins vegar var aðeins annað okkar flutt vestur og húsið áttum við ekki að fá afhent fyrr en 1. apríl ef ég man rétt. Það beið okkar því mikil vinna að pakka öllu okkar dóti niður á sama tíma og við vorum að undirbúa komu bræðranna inn í líf okkar. Sem betur fer hafi ég aðeins byrjað að sanka að mér dóti og þurftum við því ekki að kaupa allt á þessum tveimur mánuðum sem við höfðum til undirbúningsins. Með góðri aðstoð fjölskyldu og vina náðum við þó að gera eins klárt og hægt var þegar við settumst upp í flugvél á leið til Þýskalands þann 18. apríl. Upphaflega hafði staðið til að við færum út 10 dögum fyrr en örlögin gripu enn í taumana hjá okkur því upphafleg áætlun um sameiningu fjölskyldunnar gekk ekki eftir. Ný lög í Tékklandi ollu því að einn af drengjunum var ekki löglega laus til ættleiðingar strax. Biðin eftir því valt á 5-6 mánuðum og án þess að blikka auga spurðum við hvort við gætum samt ekki farið út og beðið með drengjunum þar til allir pappírar væru tilbúnir. Það leyfi fékkst, þó með þeim fyrirvara að á meðan dvölinni úti stæði, værðum við með drengina í skammtímafóstri. Það voru því
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.