Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 26.10.2016
26.10.2016
1. Breytingar í stjórn. 2. Stjórn skiptir með sér verkum.
Lesa meira
Visir.is - Alltaf upplifað sig öðruvísi og hélt að hún myndi smellpassa inn á Sri Lanka
25.10.2016
Brennslan: Brynja Dan upplifði sem "outsider" í Sri Lanka STEFÁN ÁRNI PÁLSSON SKRIFAR „Viðbrögðin voru ótrúleg og það hafa allir verið rosalega einlægir og meyrir,“ segir Brynja M. Dan Gunnarsdóttir í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 í morgun en hún var ættleidd frá Sri Lanka fyrir þrjátíu árum. Fjallað var um sögu hennar í þáttunum Leitin að upprunanum sem hóf göngu sína á Stöð 2 á sunnudagskvöldið.
„Harðir gaurar eru bara orðnir mjúkir og meyrir, það segir ýmislegt.“
Lesa meira
Vetrarfrí
24.10.2016
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð daganna 27. og 28. október vegna vetrarleyfa í grunnskólum. Eitt af meginmarkmiðum félagsins er að vinna að velferð barna og fjölskyldna. Félaginu er umhugað um að börn starfsmanna félagsins njóti foreldra sinna í vetrarleyfum og er því starfsfólki veitt leyfi til að njóta samvista við fjölskyldu sína.
Skrifstofa félagsins opnar á ný mánudaginn 31.október og verða starfsmenn þá í betrifötunum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.