Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Miðstjórnvald Tógó heimsækir Ísland
27.10.2016
Innanríkisráðherra Íslands Ólöf Norðdal bauð fulltrúum ættleiðingarnefndar Tógó í heimsókn til Íslands nú á dögunum og hafa þeir þekkst boðið. Þá fól ráðherra Íslenskri ættleiðingu að skipuleggja heimsóknina og bera kostnaðinn af henni.
Fulltrúar nefndarinnar eru væntanlegir í desember og munu þeir kynna sér Íslenska ættleiðingarmódelið. Fundað verður með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættisins, ásamt stjórn og starfsfólki félagsins. Fjölskyldur sem hafa ættleitt frá Tógó verða heimsóttar.
Lesa meira
Fræðsla - Leitin að upprunanum
27.10.2016
Í tilefni af sýningu þáttanna Leitin að upprunanum mun Íslensk ættleiðing vera með fræðslu henni tengdai.
Fimmtudaginn 27. Október, kl. 20:00 mun Brynja M. Dan Gunnarsdóttir ríða á vaðið með erindinu Ættleiðing og upprunaleit en Brynja er ein af þeim sem er í þáttunum. Brynja er móðir, verkfræðimenntuð og vinnur sem markaðsstjóri hjá s4s. Hún mun miðla reynslu sinni af því að vera ættleidd til Íslands og af upprunaleit sinni síðastliðið sumar.
Þriðjudaginn 29. nóvember mun gefast kostur á að horfa á lokaþátt seríunar með þremeningunum sem fjallað er um í þáttunum ásamt þáttastjórnandanum. Í lokin verður svo opnað fyrir spurningar til þeirra um þættina, ferlið og upplifunina af upprunaleitinni.
Ættleiddir og aðstandendur þeirra eru sérstaklega hvattir til að koma
Þessar tvær fræðslur verða þær síðustu á þessu ári, en þráðurinn verður tekinn upp aftur í janúar 2017.
Lesa meira
Biðlistahópur
27.10.2016
Þeir félagar Íslenskrar ættleiðingar sem eiga umsókn um ættleiðingu barns í einhverju af samstarfslöndum félagsins og þeir sem eru að sækja um forsamþykki, hafa reglulega fundað á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar á meðan á biðinni stendur.
Hópurinn hefur verið hist reglulega og haldið úti lokuðum Facebook hópi sem er einungis ætlaður þeim sem er á biðlista. Nafn hópsins er „Biða, beið, biðum, beðið“
Hópurinn hittist 15. dag hvers mánaðar og þarf ekki að skrá sig til þáttöku, bara að mæta á skrifstofu félagsins.
Starfsmenn félagsins halda ekki utan um þennan hóp, heldur er hann stofnaður að frumkvæði þeirra sem eru á biðlista. Starfsmenn félagsins eru hinsvegar boðnir og búnir að mæta og útskýra eða fræða um einstaka hluti.
Hópurinn hittist næst 15. nóvember kl. 20:00.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.