Fréttir

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum

Mbl.is - Úr 10 í 17 á tveim­ur árum
Alls voru 47 ein­stak­ling­ar ætt­leidd­ir á Íslandi árið 2015, sam­kvæmt töl­um Hag­stofu Íslands. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ætt­leiðing­ar 37. Árið 2015 voru stjúpætt­leiðing­ar 28 en frumætt­leiðing­ar 19. Með hug­tak­inu stjúpætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni (eða kjör­barni) maka um­sækj­anda. Með hug­tak­inu frumætt­leiðing er átt við ætt­leiðingu á barni sem ekki er barn maka um­sækj­anda. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í ein­ung­is tíu árið 2013. Frumætt­leiðing­ar frá út­lönd­um höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá ár­inu 1997. Und­an­far­in ár hafa flest ætt­leidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flest­ar ætt­leiðing­ar þaðan, eða átta, en einnig voru ætt­leidd fimm börn frá Tékklandi. Stjúpætt­leiðing­ar árið 2015 voru 28. Það er fjölg­un frá ár­inu 2014, en þá voru þær óvenju­lega fáar eða 19. Í flest­um til­vik­um var stjúp­faðir kjör­for­eldri, en það hef­ur jafn­an verið al­geng­ast. Frumætt­leiðing­ar inn­an­lands voru tvær árið 2015, og hafa þær ein­ung­is einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar eng­in frumætt­leiðing átti sér stað inn­an­lands.
Lesa meira

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra

Rúv.is - 47 börn ættleidd á Íslandi í fyrra
47 voru ættleiddir á Íslandi í fyrra og voru þeir nokkru fleiri en í hittifyrra þegar ættleiðingar voru 37. Stjúpættleiðingar voru 28 og frumættleiðingar 19. Í frétt Hagstofunnar segir að í stjúpættleiðingu sé barn eða kjörbarn maka umsækjenda ættleitt en þegar barn er frumættleitt er það ekki barn maka umsækjenda. 17 börn voru frumættleidd frá útlöndum í fyrra en þau voru bara tíu árinu áður, Flest þeirra sem voru frumættleidd voru frá Kína eða átta en fimm frá Tékklandi. Tvö börn voru frumættleidd innanlands í fyrra, þau hafa bara einu sinn verið færri frá árinu 1990. 2012 var engin frumættleiðing innanlands.
Lesa meira

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær

Austurfrétt - Dóttir ykkar fæddist í gær
„Ég upplifði mig aldrei öðruvísi hér í þessu dásamlega verndandi umhverfi. Ég held að ég hafi verið sex ára í Kaupfélaginu á Egilsstöðum þegar annað barn lagði hönd sína við mína en þá fór ég aðeins að hugsa hvort ég væri eitthvað öðruvísi, en þar til hafði enginn borið sig saman við mig nema þá í hæð,“ segir Berglind Ósk Guðgeirsdóttir, sem var í opnuviðtali Austurgluggans í síðustu viku. „Dóttir ykkar fæddist í gær,“ var setning sem þau Svanhvít Sigmundsdóttir og Guðgeir Einarsson, foreldrar Berglindar Óskar, höfðu lengi beðið eftir að heyra en þau voru búin að bíða í mörg ár eftir því að fá að ættleiða barn sem loks varð að veruleika í desember 1982. Berglind Ósk er fædd í Jakarta í Indónesíu 7. desember 1982 og var komin til Íslands með móður sinni aðeins 20 dögum síðar. „Á þessum tíma, fyrir 34 árum, var heimurinn svo miklu stærri en hann er núna og töluvert mál fyrir hjón í litlu sjávarþorpi að fara hinum megin á hnöttinn til þess að sækja barnið sitt. Ferðalagið var svakalega dýrt þannig að þau gátu ekki farið bæði. Úr varð að litla sveitastelpan mamma mín, sem lítið sem ekkert hafði ferðast, fór ein. Það eitt og sér er algerlega aðdáunarvert en svona eru þau, röggsöm og ganga í hlutina og var þetta ferðalag aldrei vafi í þeirra huga,“ segir Berglind.
Lesa meira

Svæði