Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fréttabréf október 2016
01.10.2016
* Biðlistahópur
* Fræðsla - leitin að upprunanum
* Ísland - Tógó
* Tungumála- og menningarnámskeið
* Viðtöl á Akureyri
* Hamingjustund
* Áskorun um breytingar á aldursviðmiðum
* Þrír bræður og foreldrar þeirra, eftir Unni Björk Arnfjörð
Lesa meira
visir.is - Fann upprunan í Taílandi
23.09.2016
Páll Thamrong Snorrason er nú staddur í Bangkok í Taílandi en þangað fór hann til að leita uppruna síns. Hann var skilinn eftir á götum borgarinnar þegar hann var þriggja mánaða gamall og lögreglunni tókst ekki að finna foreldra hans. Um fjórum árum seinna var Páll ættleiddur af íslensku fólki af barnaheimili sem hann hafði búið á undanfarin ár og ólst hann upp á Seyðisfirði.
Lesa meira
N4 - Milli himins og jarðar
21.09.2016
Í þættinum er fjallað um ættleiðingar. Hildur Eir ræðir við hjónin Heimi Bjarna Ingimarsson og Önnu Rósu Friðriksdóttur sem ættleiddu dreng frá Kína, þau ræða undanfara þess að ættleiða, ferðina út og tilfinningarnar sem ferlinu fylgja. Einlægt og gott viðtal sem gagnlegt er að horfa á.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.