Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Birth country as a totem
21.09.2016
Prófessor Akira Deguchi heimsótti Ísland í ágúst, en hann hefur rannsakað ættleiðingar á milli landa síðan árið 2000. Hann hefur unnið að langtímarannsókn á ættleiddumbörnum frá Kóreu til Svíþjóðar. Formaður Nordic Adoption Concil bað Íslenska ættleiðingu um að kynna Íslenska ættleiðingarmódelið fyrir prófessor Akira og aðstoða hann við að hitta fjölskyldur sem hafa ættleitt fleiri en eitt barn.
Prófessor Akira heimsótti Kristjönu og Atla og fræddist um ættleiðingarferli þeirra hjóna, en þau hafa ættleitt tvisvar frá Kólumbíu. Systurnar Katrín Rut og Freydís María tóku vel á móti honum og sýndu honum hvernig íslensk börn eru í leik og starfi. Hann heimsótti einnig Ingibjörgu og Valdimar sem hafa ættleitt tvisvar frá Kína. Þau Eysteinn Orri og Dagbjört Ósk léku á als oddi, sýndu honum herbergin sín ásamt kínverskum gersemum.
Í heimsóknunum var fókusinn á upplifun eldra barnsins á að fara til upprunalandssins þegar fjölskyldan fór til að ættleiða það yngra.
Lesa meira
Reykjavíkurmaraþon
21.09.2016
Það var í glampandi sumarsól sem hlauparar Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka héldu af stað til að efla sál sína og sinni. Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem keppendum býðst að hlaupa fyrir með því að fá æsta aðdáendur til að heita á þá. Að þessu sinni voru það 13 hlauparar sem samtals lögðu að baki 138 kílómetra og söfnuðu 300.000 krónum.
Hlauparar félagsins voru áberandi þar sem þeir geistust áfram í glæsilegum bolum merktum félaginu. Sumir voru að hlaupa sitt fyrsta hlaup fyrir félagið en aðrir að hlaupa aftur.
Ester Ýr Jónsdóttir var að hlaupa sitt fyrsta hlaup og safnaði hún mest fyrir félagið að þessu sinni. Ester Ýr setti sér markmið að safna 50.000 krónum, en því takmarki náði hún fljótt. Hún hækkaði því markmiðið uppí 100.000 og náði því og gott betur! Ester Ýr og Sigþór maðurinn hennar ættleiddu dreng frá Tékklandi í fyrra og var það síðasta barnið sem kom heim á því ári. Fjölskyldan er ákaflega þakklát því góða starfi sem félagið vinnur og vildi Ester Ýr leggja sitt af mörkum til að styðja við starfið.
Lesa meira
Uppselt - Er ættleiðing fyrir mig?
21.09.2016
Undirbúningsnámskeiðið Er ættleiðing fyrir mig? verður haldið helgina 24-25 september og 29. október. Umsækjendum um ættleiðingu er skylt samkvæmt reglugerð að sækja námskeiðið.
Námskeiðið er fyrir fólk sem er að taka fystu skrefin í ættleiðingarferlinu og er hannað til að aðstoða við að taka ákvörðun um hvort ættleiðing barns sé skuldbinding sem fólk treystir sér í. Að jafnaði stendur félagið fyrir tveimur námskeiðum á ári.
Uppselt er á námskeiðið að þessu sinni!
Næsta námskeið verður haldið í febrúar 2017.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.