Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Fræðsla fyrir barnaverndarnefndir
21.09.2016
Þegar umsækjendur um forsamþykki hafa skilað inn umsókn sinni til Íslenskrar ættleiðingar er hún yfirfarin af sérfræðingum félagsins og áframsend til Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar er umsóknin yfirfarin á ný og kallað eftir sakavottorðum og fæðingarvottorðum umsækjenda.
Þegar öll gögn liggja fyrir er beiðni send til barnaverndar sveitafélagsins þar sem umsækjendurnir búa, um að kanna hagi umsækjendendanna og hæfi þeirra til að ættleiða erlent barn. Sýslumannsembættið óskar eftir því að barnaverndarnefndin kanni hagi umsækjenda og meti hæfni þeirra til að taka að sér erlent barn.
Lesa meira
Loksins áttum við von á barni
21.09.2016
Ester Ýr Jónsdóttir og Sigþór Örn Sigþórsson ættleiddu dreng frá Tékklandi sl. vetur. Ester Ýr segir frá umsóknarferlinu, viðmóti annarra og biðinni eftir að umsóknin var samþykkt úti í Tékklandi. Hún greinir frá því sem þau hjónin gerðu til að auka vellíðan í biðinni. Auk þess segir Ester Ýr frá dvölinni úti í Tékklandi og tímanum heima með barninu.
Erindi Esterar Ýrar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 29. september 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangegt er boðið upp á erindið á netinu.
Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Auka aðalfundur 15. september 2016
16.09.2016
Auka aðalfundur var haldinn þann 15. september 2016.
Fyrir fundinum lá að kjósa tvo fulltrúa í stjórn. Tvö framboð bárust að þessu sinni frá Ara Þór Guðmannsyni og Sigurði Halldóri Jessyni. Þeir voru því sjálfkjörnir.
Ekki var annað á dagskrá fundarins og var honum slitið í eftir að þeim var klappað lof í lófa. Nú er stjórn félagsins fullskipuð og er mikil tillhlökkun innan stjórnarinnar að takast á við komandi vetur.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.