Fréttir

Aðalfundur 15. september, kl. 20:00

Aðalfundur 15. september, kl. 20:00
Auka aðalfundur verður haldinn n.k. fimmtudag. Fyrir fundinum liggur að kjósa tvo fulltrúa í stjórn þar sem ekki voru nógu margir í framboði á síðasta aðalfundi.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag hittum við litla sálufélagan okkar í fyrsta skiptið. Það er erfitt að lýsa þessari ógleymanlegu stund, en svona sterkar tilfinningar höfum við aldrei fundið áður! Við vöknuðum alltof snemma í morgun, í geðshræringu, með fiðring í maganum, skjálfta í höndunum og tárakirtlarnir voru frekar ofvirkir. Við áttum að mæta á barnaheimilið kl. 9:00 (vorum reyndar mætt kl. 8:00... og biðum fyrir utan, við vildum alls ekki vera of sein!). Við áttum klukkutíma fund með forstöðukonunni og fleirum þar sem við fengum fleiri myndir af Martin og upplýsingar um hvernig persóna hann er. Síðan kom að þeirri stundu að forstöðukonan fór að sækja Martin. Spenningurinn var svakalegur og munum við aldrei gleyma þeirri stund þegar Martin kom labbandi í áttina til okkar. Hann var feiminn og hlédrægur og labbaði löturhægt til okkar og tók við gröfu sem við gáfum honum. Það var erfitt að halda aftur af tárum á þessari stundu. Þessi fyrsti dagur sem við vorum saman sem fjölskylda gekk vonum framar. Það tók Martin ekki langan tíma að fara í leiki með mömmu og pabba og kúra í fanginu á okkur. Við vorum saman allan daginn, settum hann í rúmið í hádegislúrnum, komum svo aftur til hans eftir lúrinn og þá kom hann hlaupandi og hlægjandi í fangið á mömmu sinni. Erfiðast var að leggja hann í rúmið um kvöldið og þurfa að fara frá honum yfir nóttina. En morguninn eftir þegar við komum aftur til hans þá hljóp hann hlægjandi í fangið á okkur. Við erum svo ævinlega þakklát fyrir litla sálufélagann okkar.
Lesa meira

DV - Páll fannst úti á götu þriggja mánaða gamall

DV - Páll fannst úti á götu þriggja mánaða gamall
„Ef ég hefði möguleika á því myndi ég vilja hitta blóðforeldra mína alveg ótrúlega mikið, en ég held að það sé ómögulegt miðað við stöðuna,“ segir Seyðisfirðingurinn Páll Thamrong Snorrason sem var ættleiddur til Íslands fjögurra ára gamall eftir að hafa eytt fyrstu æviárunum á tælensku barnaheimili. Hann hyggst nú, ásamt vini sínum Helga Ómarssyni finna heimilið á ný og sjá aðstæðurnar sem hann bjó við til fjögurra aldurs en þeir félagar ætla að ferðast um Tæland í rúmlega sex vikur og upplifa ýmis ævintýri. Og að sjálfsögðu hyggjast þeir nýta nútímatækni og gefa áhugasömum tækifæri á að fylgjast með ferðinni í gegnum samskiptamiðilinn Snapchat.
Lesa meira

Svæði