Fréttir

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga

Vísir.is - Samtökin '78 ósátt við hægt gengi ættleiðinga
„Við erum búin að eiga í þessu samstarfi í fimm ár en það hefur lítið gerst,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78 og meðlimur í samstarfshópi samtakanna og Íslenskrar ættleiðingar. Hann telur Íslenska ættleiðingu ekki standa sig í að koma á samningum við lönd sem ættleiða börn til samkynja para. Félagið segir að engin lönd bjóði upp á þá leið. Unnsteinn segir að Íslensk ættleiðing fari fram á að Samtökin '78 vinni forvinnuna sem þarf til að koma á samningum við erlend ríki. Vinnan yrði öll unnin í sjálfboðastarfi. Hann segir að forvinna þeirra hafi skilað þeim niðurstöðum að Argentína, Brasilía, Úrúgvæ, Mexíkó og sum fylki Bandaríkjanna heimili ættleiðingar til samkynhneigðra para. Þá liggur fyrir opin fyrirspurn til Suður-Afríku í utanríkisráðuneytinu.
Lesa meira

Stjórnarfundur 26.01.2016

1. Fundargerð. 2. Afkomuáætlun. 3. Drög að fjárhagsáætlun 2016. 4. Aðalfundur 2016. 5. Meðferð ættleiðingarmála. 6. Kólumbía
Lesa meira

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra

Visir.is - Kólumbía spyr Ísland um ættleiðingar til samkynhneigðra
Kólumbísk yfirvöld hafa sent innanríkisráðuneytinu bréf þar sem falast er eftir svörum um það hvernig ættleiðingar til samkynhneigðra fara fram hér á landi. Engin lönd bjóða upp á ættleiðingar barna, út úr fæðingarlandi þeirra, til samkynhneigðra para. Ættleiðingar til samkynhneigðra eru leyfðar hér á landi en hingað til hefur aðeins tekist að ættleiða börn innanlands.
Lesa meira

Svæði