Fréttir

Aðalfundur 2016

Aðalfundur 2016
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hótel Hilton, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð salur F, fimmtudaginn 10. mars 2016, kl. 20:00. Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskrá fundarins sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Ættleiðing systkina

Ættleiðing systkina
Unnur Björk Arnfjörð og Páll Kristbjörn Sæmundsson ættleiddu þrjá bræður sl. sumar á aldrinum tveggja til fimm ára frá Tékklandi Skömmu síðar ættleiddu Stefanie og Torben Gregersen þrjár systur á aldrinum fimm til átta ára frá sama landi. Unnur Björk og Stefanie segja frá aðdraganda og undirbúningi ættleiðingarinnar, dvölinni úti, heimkomunni og aðlöguninni hér heima. Kynningin fer fram í Tækniskólanum, stofu 207, kl. 20:00, miðvikudaginn 24. febrúar 2016. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Góður og áhugaverður fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur

Góður og áhugaverður fyrirlestur Sæunnar Kjartansdóttur
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar 2016 „Hvað er svona merkilegt við tengsl“ var haldinn í gærkvöld 27. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir. Hún talaði um m.a. tengsl, tengslakenningar, mismunandi tengsl og helstu afleiðingar þeirra, tengsl barna og foreldra og þríhryningssambönd. Auk þess kynnti hún áhugaverð myndbönd og spennandi bækur sem tengdust efni fyrirlestursins. Margir mættu á fyrirlesturinn þrátt fyrir erfiða vetrafærð, auk þeirra mörgu sem nýttu sér netleiðina. Tæknimál netleiðarinnar gekk vel, en þó voru hljóðgæðin enn ekki nægilega góð. Kappkostað verður að kippa því í liðinn sem allra fyrst. Fólk virtist mjög ánægt með fyrirlesturinn og uppbyggilegar og áhugaverðar umræður voru í kjölfar hans. Íslensk ættleiðing þakkar Sæunni kærlega að koma og halda fyrirlesturinn og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk til að lesa þær bækur sem Sæunn hefur skrifað og þær erlendu bækur sem hún benti á.
Lesa meira

Svæði