Fréttir

Stjórnarfundur 13.10.2015

1. Fundargerð. 2. Samstarf við Víetnam. 3. Húsnæðismál. 4. Önnur mál.
Lesa meira

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans

Áhrif fyrstu áranna - mótun perslónuleikans
Fyrirlesari er Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir. Hún er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið yfir mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00,miðvikudaginn 28. október. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Biðlistahittingur kl. 17:00 - 15. október

Biðlistahittingur kl. 17:00 - 15. október
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 fimmtudaginn 15. október í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri. Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Svæði