Fréttir

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
LÁRUS H. BLÖNDAL, SÁLFRÆÐINGUR VERÐUR Á AKUREYRI MEÐ VIÐTÖL LAUGARDAGINN 10. OKTÓBER 2015. Viðtölin fara fram í húsnæði Símey, Þórsstíg 4, Akureyri og hefjast kl. 10:00. Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu. Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 12.500.- . Skráning viðtalstíma er á isadopt@isadopt.is
Lesa meira

HÚS FRAMÍÐAR

HÚS FRAMÍÐAR
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar veturinn 2015 -2016. Húsnæðismál Íslenskrar ættleiðingar hafa verið um langa hríð í deiglunni. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar ásamt stjórnarmeðlimum segja frá þróun mála, stöðunni og mögulegri framtíðarsýn húsnæðimála félagsins. Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 30. september n.k., klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum

Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri. Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“
Lesa meira

Svæði