Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Íslensk ættleiðing á Akureyri
02.10.2015
LÁRUS H. BLÖNDAL, SÁLFRÆÐINGUR VERÐUR Á AKUREYRI MEÐ VIÐTÖL LAUGARDAGINN 10. OKTÓBER 2015.
Viðtölin fara fram í húsnæði Símey, Þórsstíg 4, Akureyri og hefjast kl. 10:00. Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu. Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 12.500.- . Skráning viðtalstíma er á isadopt@isadopt.is
Lesa meira
HÚS FRAMÍÐAR
24.09.2015
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar veturinn 2015 -2016.
Húsnæðismál Íslenskrar ættleiðingar hafa verið um langa hríð í deiglunni. Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar ásamt stjórnarmeðlimum segja frá þróun mála, stöðunni og mögulegri framtíðarsýn húsnæðimála félagsins.
Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 30. september n.k., klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Vísir.is - Vitað um börn og ungmenni sem eru flutt til landsins á fölskum forsendum
21.09.2015
Hjá Útlendingastofnun hefur vaknað grunur um að börn séu flutt hingað til lands á fölskum forsendum. Eða að þeir aðilar sem börnum er ætlað að búa hjá hafi ekki yfir þeim lögformlega forsjá. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa rannsakað mansal þar sem grunuð fórnarlömb voru undir lögaldri.
Alda nefnir að fórnarlamb í mansalsmáli frá árinu 2009 hafi aðeins verið sautján ára gömul þegar hún kom fyrst til landsins. „Að öðru leyti hefur ekki verið haldin nein tölfræði í málaflokknum utan þessa árs og því erfitt að festa hendur á fjölda. En já, það er grunur um þetta, bæði varðandi hagnýtingu í vændi og eins vinnumansal.“
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.