Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Rúv.is - UNICEF: Ættleiðingar ekki lausn
08.09.2015
Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF, segist vera sammála Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, um að það verði einnig að veita aðstoð nálægt Sýrlandi. Bergsteinn segir engu að síður að ættleiðingar séu ekki lausn enda séu þær ekki leyfðar í Mið-Austurlöndum.
Lesa meira
Vísir.is - Haukur Hákon lætur ekkert stöðva sig og fór upp Esjuna: „Æðislegt að fá að fara alla þessa leið“
07.09.2015
„Ég hef mjög gaman af útivist, hvort sem það er að ganga, synda, hlaupa eða hvað sem er,“ segir Haukur Hákon Loftsson 15 ára íslenskur strákur sem er með CP lömun en lætur ekkert stöðva sig.
„Það sem einkennir mig er mest gleði, hamingja og sjálfstæði og ég kann að hlusta. Ég er í Langholtskóla og er að fara í 10. bekk. Maður trúir því kannski ekki sjálfur að maður sé að fara í tíunda bekk, því það er svo stutt síðan að maður var bara lítill polli.“
Haukur æfir sund hjá íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.
Lesa meira
Hlaupið til góðs
27.08.2015
Síðan 2010 hefur Íslensk ættleiðing hefur verið eitt af þeim félögum sem hægt er að heita á í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Síðan þá hafa 62 hlauparar skráð sig til leiks og hlaupið samtals 1.080 kílómetra og safnað 1.349.824 krónum til styrktar félaginu.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.