Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Dugnaður
26.08.2015
Það voru dugnaðarforkar sem komu á skrifstofu félagsins með afrakstur tombólunar sem þau héldu síðastliðna helgi. Félagarnir söfnuðu 15.757 krónum fyrir félgið og mun því verða varið til góðra verka.
Á myndinni eru Karen Yin, Frosti, Guðrún, Alexandra Bo, Kristín að afhenta framkvæmdastjóranum söfnunarféð. Glóey vinkona þeirra komst því miður ekki að þessu sinni, en hún lagði sitt af mörkum á tombólunni.
Takk fyrir okkur - þið eruð frábær!
Lesa meira
Breytingar á yfirferð heilusfarsupplýsinga frá upprunaríki
22.08.2015
Hinn 22. maí sl. barst formlegt erindi til stjórnar ÍÆ frá Gesti Pálssyni sérfræðingi í barnalækningum á Barnaspítala Hringsins, Landspítala-Háskólasjúkrahúsi. Í erindi sínu til stjórnar tilkynnti Gestur Pálsson að hann myndi ekki starfa áfram fyrir ættleiðingarfélagið sem hefur m.a. verið fólgið í að veita ráðgjöf og skoða upplýsingar um börn sem áætlað er að ættleiða til landsins. Gestur Pálsson hefur undanfarin 35 ár aðstoðað foreldra þeirra barna sem ættleidd hafa verið erlendis frá. Hefur Gestur tekið á móti hátt í 600 ættleiddum börnum og átti á sínum tíma frumkvæðið að því að börn ættleidd erlendis frá yrðu skoðuð á Barnaspítalanum strax við heimkomu og fengju aðstoð og meðferðarúrræði þar, sem mæltist vel fyrir.
Lesa meira
Stjórnarfundur 11.08.2015
11.08.2015
1. Fundargerð. 2. Mánaðarskýrslur. 3. Húsnæðismál. 4. Félagsstarf. 5. Önnur mál.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.