Fréttir

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns

Rúv.is - Ættleiddir Írar fá að leita uppruna síns
Tugum þúsunda ættleiddra Íra verður heimilt að leita uppruna síns samkvæmt lagafrumvarp sem lagt verður fyrir írska þingið á næstunni. Fari frumvarpið í gegn fær fólkið aðgang að fæðingarvottorðum sínum. Samkvæmt alþjóðalögum eiga öll börn rétt á að leita uppruna síns en ættleiddum Írum, sem margir hverjir voru ættleiddir í leyni af kaþólskum stofnunum, hefur ekki verið gefinn kostur á því hingað til. Úrskurður hæstaréttar á Írlandi frá 1998 um friðhelgi einkalífs mæðra er ástæða þess að síðustu ríkisstjórnir hafa ekki viljað aflétta leynd um ættleiðingar í landinu. James Reilly, ráðherra velferðarmála barna, sagði að allir ættleiddir Írar hafi lögbundinn rétt til þess að sjá fæðingarvottorð sitt, þegar hann kynnti frumvarpið í gær.
Lesa meira

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“

Vísir.is - Óskar eftir aðstoð við upprunaleit sína: „Af hverju var ég skilin eftir á barnaheimili til þess að veslast upp?“
„Eg fór til Kirshir í sumar og hitti fólkið mitt þar. Ef þú vilt einhvern tímann reyna að hafa upp á þínu fólki þá er ég meira en til í að hjálpa.” Svona hljóðuðu skilaboðin sem fengu Kolbrúnu Söru Larsen til að hefja leitina að uppruna sínum, „líta hvorki meira né minna en 33 ár aftur í tímann og freista þess að opna eina mjög svo þunga og lamaða hurð.“
Lesa meira

Afgreiðsluhraði í Kína

Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 31. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 30. desember til og með 31. desember, eða umsóknir sem bárust á einum degi.
Lesa meira

Svæði