Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
30.06.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi.
Hjónin Torben og Stefanie fóru frá Íslandi til Tékklands að sækja dæturnar sínar þrjár. Þau fóru á barnaheimilið og áttu venju samkvæmt að byrja á því að hitta forstöðumann barnaheimilisins ásamt sálfræðingum og félagsráðgjöfum, en systurnar sáu Torben og Stefanie í gegnum glugga og þá varð ekki aftur snúið. Fjölskyldan sameinaðist því aðeins fyrr en áætlað var og Torben og Stefanie stukku beint útí djúpu laugina. Það var mikið fjör og hamagangur þegar fjölskyldan fór út á leikvöll og tók sín fyrstu skref sem fimm manna fjölskylda.
Það voru þreytt og hamingjusöm hjón sem lögðust á koddann sinn í lok dags enda búið að vera mikið fjör hjá stórfjölskyldunni.
Lesa meira
Stjórnarfundur 30.06.2015
30.06.2015
1. Fundargerð.
2. Meðferð ættleiðingarmála (sbr. reglugerð og þjónustusamning).
3. Uppgjör síðustu fjögurra mánuða ársins.
4. Erindi varðandi heimildarmyndagerð.
5. Önnur mál.
Lesa meira
Stjórnarfundur 09.06.2015
30.06.2015
1. Fundargerð.
2. Mánaðarskýrslur desember til júní.
3. Meðferð ættleiðingarmála (sbr. reglugerð og þjónustusamning)
4. Rekstraráætlun og starfsáætlun
5. Önnur mál.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.