Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Sumarleyfi - 13. júlí til 27. júlí
15.06.2015
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð vegna sumarleyfa í tvær vikur í sumar, frá 13. júlí til 27. júlí. Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð er þess vandlega gætt að mál sem þola enga bið fái afgreiðslu. Til þess að mæta þeim málum verður alltaf starfsmaður á bakvakt þessar tvær vikur og verður fylgst með pósthólfi félagins.
Neyðarsími: 895-1480
Lesa meira
Biðlistahittingur kl. 17:00 mánudaginn 15. júní
12.06.2015
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 mánudaginn 15. júni í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri.
Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Hamingjustund
11.06.2015
Í dag hitti fjölskyldan, Vigdís Klara, Guido og Marek Ari stóri bróðir, Matéj/Matta litla í fyrsta sinn. Það var áhrifarík stund. Matti var fyrst hissa á heimsókninni en rétti svo fram hendurnar til að komast í fang pabba síns. Þaðan lá leiðin svo í fang mömmu og loks til stóra bróður. Matti vildi síðan alls ekki sleppa Marek Ara, bróður sínum. Þeir bræðurnir sátu lengi saman í sófanum og knúsuðust. Matti er mikill knúsdrengur. Hann var líka búinn að bíða eftir fjölskylduknúsunum sínum í næstum því tvö ár.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.