Fréttir

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt hittu þau Brynjar og Kristín dóttur sína í fysta sinn. Þau fóru ásamt Kristjáni Bjarti stóra bróður til Kína að hitta hana og nú var loks komið að því. Litla Skellibjallan hún Tinna Bergdís var róleg og yfirveguð þegar hún hitti þau. Hún horfði á þau í rólegheitunum og tók þau út, það var greinilegt að hún var sátt við fjölskylduna og sér í lagi stóra bróðir sem hún fór strax að leika við. Rólegheitin stóðu þó stutt yfir því hún er full af fjöri og vill hafa stanslausan glaum og gleði í kringum sig.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Guangzhou í Kína. Hjónin Örn og Sigrún hittu loksins drenginn sinn sem þau hafa hlakkað svo mikið til að hitta. Allt í einu var hann kominn í fangið á þeim og það var yndislegt. Það kom í ljós að hann var með hitavellu en þá var nú skemmtilegt að lesa bókina Músin tístir í fanginu á pabba þar sem hann svo sofnaði um kvöldið. Tilfinningaríkur dagur, gleði, kærleikur og þakklæti. Umsókn Arnar og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 8. maí 2014 og voru þau pöruð 5. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 12 mánuði. Þetta er tólfta fjölskyldan sem sameinast á þessu ári og börnin orðin 16. Nú hafa 181 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist lítil fjölskylda í Tékklandi. Hafþór og Líney fóru á vit ævintýranna til að hitta dóttur sína. Það var stórkostlegasti dagur í lífi þeirra Hafþórs og Líneyjar þegar þau hittu Önnu Karólínu í fyrsta sinn. Dagurinn byrjaði á því að hitta starfsmenn barnaheimilisins og fá helstu upplýsingar en svo fóru þau inní leikherbergið til hennar þar sem hún var að dunda sér. Það var erfitt að halda aftur af tárunum því biðin eftir þessari stund hefur verið löng…en vel þess virði. Umsókn Hafþórs og Líneyjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 20. október 2014 og voru þau pöruð við Önnu Karólínu 18. maí 2015. Þau voru því á biðlista í Tékklandi í sjö mánuði.
Lesa meira

Svæði