Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
31.05.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Fuzhou í Kína.
Daníel og Rut voru að hitta litlu dóttur sína í fyrsta sinn. Starfsfólk barnaheimilisins kom með Ísold Lílý á hótelið til þeirra, en þar hefur verið útbúin aðstaða fyrir fjölskyldur til að sameinast. Ísold Lílý hafði verið lengi á leiðinni og var því orðin þreytt þegar þau loksins hittust, en stundin var engu að síður töfrum hlaðin og nánast ólýsanleg. Það var hamingjusöm fjölskylda sem lagðist á koddan sinn í dag, brosandi út að eyrum.
Umsókn Daníels og Rutar var móttekin af yfirvöldum í Kína 28. febrúar 2015 og voru þau pöruð við Ísold Lílý 14. apríl 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 45 daga.
Þetta er sjöunda fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin níu. Nú hafa 179 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Morgunblaðið - Íslenska kerfið til fyrirmyndar
26.05.2015
Búlgaría átti frumkvæðið að ættleiðingasamningi við Ísland - Frumkvæðið líklega einsdæmi - Íslenska ættleiðingarfyrirkomulagið skarar fram úr - Tékkar taka íslenska foreldra fram yfir aðra
Lesa meira
DV - Ég vildi ekki breyta neinu
22.05.2015
Tónlistarmanninn Heimi Ingimarsson og eiginkonu hans hafði lengi dreymt um að eignast barn. Sá draumur rættist fyrir tveimur vikum þegar hjónin ættleiddu tveggja ára dreng, Breka Ingimar Chang. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heimi um barnleysið, ættleiðingarferlið, tónlistina, trúna á Guð og síðast en ekki síst soninn sem þau hjónin biðu svo lengi eftir.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.