Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
DV - Ég vildi ekki breyta neinu
22.05.2015
Tónlistarmanninn Heimi Ingimarsson og eiginkonu hans hafði lengi dreymt um að eignast barn. Sá draumur rættist fyrir tveimur vikum þegar hjónin ættleiddu tveggja ára dreng, Breka Ingimar Chang. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Heimi um barnleysið, ættleiðingarferlið, tónlistina, trúna á Guð og síðast en ekki síst soninn sem þau hjónin biðu svo lengi eftir.
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
20.05.2015
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 30. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 28. desember til og með 30. desember, eða umsóknir sem bárust á tveimur dögum.
Lesa meira
Hringbraut.is - Fræðumst um ættleiðingar
18.05.2015
Meðal spurninga sem Þórdís Lóa spyr í þætti sínum er hvernig tilfinning það er að ættleiða barn? Er þetta langt ferli? Getur hver sem er ættleitt? Meðal viðmælenda er Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Íslenskrar Ættleiðingar en hann fer yfir það helsta sem felst í því ferli að ættleiða. Þórdís Lóa fær einnig til sín tvær mæður, þær Ingibjörgu Valgerisdóttur og Rebekku Laufey Ólafsdóttur, sem segja frá reynslu sinni af alþjóðlegum ættleiðingum. Þær ræða hvernig ferlið sjálft hafði áhrif á þær og eiginmenn sína ásamt því hvernig tilfinning það er að ættleiða barn. Fylgist með í Sjónarhorni á Hringbraut
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.