Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Skipulagsdagur
13.05.2015
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð föstudaginn 15. maí vegna skipulagsdags.
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
13.05.2015
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 28. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 25. desember til og með 28. desember, eða umsóknir sem bárust á þremur dögum.
Lesa meira
Kæru þið sem eruð á biðlista - hittumst 15. maí
11.05.2015
Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar. Næsti hittingur verður kl. 17:00 föstudaginn 15. maí í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50 b, annari hæð til hægri.
Eins og áður er um að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.