Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Að byrja í leik- og grunnskóla
08.05.2015
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri.
Þriðjudagurinn 19. maí kl. 20:00.
Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari.
Miðvikudagurinn 20. maí kl. 20:00.
Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttur leikskólakennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fræðsluna á netinu.
Lesa meira
Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg
07.05.2015
Þriðji mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar „Í nándinni – innlifun og umhyggja“ var haldinn 29. apríl sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur. Hann kynnti m.a. efni úr nýútkominni bók sinni “Í nándinni - innlifun og umhyggja“. Auk þess lagði hann áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna því gott sjálfsálit er nátengt hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hve margir sem ekki áttu heimangengt fylgdust með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með Guðbrand Árna og fyrirlesturinn hans. Í kjölfar hans urðu líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður. Íslensk ættleiðing þakkar Guðbrandi Árna fyrir hans framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk eindregið til að lesa bók Guðbrands Árna „Í nándinni – innlifun og umhyggja“.
Lesa meira
Hamingjustund
04.05.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Changchun í Kína.
Anna Rósa og Heimir fóru í apríl til Kína til að sækja drenginn sinn Breka Ingimar.
Það var dásamleg stund sem fjölskyldan átti í Changchun þegar þau hittust. Breki Ingimar var greinilega búinn að skoða myndirnar af foreldrum sínum sem þau höfðu sent á barnaheimilið eftir að þau voru pöruð saman og fór hann í fangið á mömmu sinni og fann strax til öryggis í foreldrafaðmi.
Umsókn Heimis og Önnu Rósu var móttekin af yfirvöldum í Kína 11. febrúar 2014 og voru þau pöruð við Breka Ingimar 10. mars 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 13 mánuði.
Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin átta. Nú hafa 178 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.