Fréttir

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Þriðjudagurinn 19. maí kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 20. maí kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttur leikskólakennari og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennari. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fræðsluna á netinu.
Lesa meira

Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg

Góður og fjölsóttur fyrirlestur Guðbrands Árna Ísberg
Þriðji mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar „Í nándinni – innlifun og umhyggja“ var haldinn 29. apríl sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari var Guðbrandur Árni Ísberg sálfræðingur. Hann kynnti m.a. efni úr nýútkominni bók sinni “Í nándinni - innlifun og umhyggja“. Auk þess lagði hann áherslu á mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna því gott sjálfsálit er nátengt hamingju á fullorðinsárum. Fyrirlesturinn var mjög vel sóttur. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hve margir sem ekki áttu heimangengt fylgdust með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með Guðbrand Árna og fyrirlesturinn hans. Í kjölfar hans urðu líflegar, gagnlegar og uppbyggilegar umræður. Íslensk ættleiðing þakkar Guðbrandi Árna fyrir hans framlag og öllum þeim sem mættu á fyrirlesturinn eða fylgdust með honum á netinu. Við hvetjum fólk eindregið til að lesa bók Guðbrands Árna „Í nándinni – innlifun og umhyggja“.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Changchun í Kína. Anna Rósa og Heimir fóru í apríl til Kína til að sækja drenginn sinn Breka Ingimar. Það var dásamleg stund sem fjölskyldan átti í Changchun þegar þau hittust. Breki Ingimar var greinilega búinn að skoða myndirnar af foreldrum sínum sem þau höfðu sent á barnaheimilið eftir að þau voru pöruð saman og fór hann í fangið á mömmu sinni og fann strax til öryggis í foreldrafaðmi. Umsókn Heimis og Önnu Rósu var móttekin af yfirvöldum í Kína 11. febrúar 2014 og voru þau pöruð við Breka Ingimar 10. mars 2015. Þau voru því á biðlista í Kína í 13 mánuði. Þetta er sjötta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári en börnin orðin átta. Nú hafa 178 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira

Svæði