Fréttir

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu

Visir.is - Annast ættleiðingar frá Búlgaríu
Innanríkisráðuneytið og Íslensk ættleiðing hafa endurnýjað þjónustusamning sem á að gilda til 31. desember 2017. Samningurinn kveður á um að Íslensk ættleiðing, sem hefur löggildingu innanríkisráðherra til að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá tilteknum erlendum ríkjum, veiti skilgreinda þjónustu sem þessu tengist. Í gær veitti ráðherra Íslenskri ættleiðingu jafnframt löggildingu til þess að annast milligöngu um ættleiðingar á börnum frá Búlgaríu, en löggildingin er veitt til þriggja ára. Meðal verkefna Íslenskrar ættleiðingar er að annast meðferð umsókna kjörforeldra um ættleiðingu, samskipti við upprunaríki, sýslumann og kjörforeldra, skipuleggja námskeið til undirbúnings ættleiðingar, veita ráðgjöf eftir ættleiðingu og senda eftirfylgniskýrslur til upprunalands um stöðu barns eftir komu þess til landsins.
Lesa meira

Á ferð og flugi

Á ferð og flugi
Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar fóru á fulltrúafund EurAdopt sem haldinn var í Limburg í Þýskalandi nú í apríl. Að þessu sinni fóru Vigdís Ó. Sveinsdóttir sem er fulltrúi ÍÆ í stjórn EurAdopt og Kristinn Ingvarsson sem er varamaður í stjórn EurAdopt. Helstu verkefni fundarins var áframhaldandi skipulagning á EurAdopt ráðstefnunni sem haldin verður á næsta ári í Hollandi, yfirferð á fjármálum félagsins og skýrslur aðildarlandanna um það helsta sem hefur gerst í málaflokknum síðastliðið ár.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Páll og Unnur Björk lögðu af stað frá Íslandi þann 18. apríl ferðinni heitið til Tékklands að sækja syni sína þrjá. Dagurinn var algjör rússibani fyrir bæði börn og foreldra, í senn dramatískur og hamingjuríkur enda búið að bíða eftir þessari stund í þónokkurn tíma.
Lesa meira

Svæði