Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Í NÁNDINNI - INNLIFUN OG UMHYGGJA
21.04.2015
Fyrirlesari er Guðbrandur Árni Ísberg, sálfræðingur. Hann hefur áralanga reynslu af vinnu með foreldrum og börnum bæði í Danmörku og á Íslandi auk handleiðslu m.a. fyrir fósturforeldra og foreldra ættleiddra barna. Síðustu árin hefur Guðbrandur Árni rekið eigin stofu, Sálfræðiráðgjöfina, ásamt öðrum sálfræðingum og fengist þar við jafnt fjölskyldumeðferð sem einstaklingsmeðferð. Þá hefur hann haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um heilaþroska og heilastarfsemi barna og mikilvægi nándar fyrir hvort tveggja.
Haustið 2013 kom út bók hans “Í nándinni - innlifun og umhyggja” hjá Forlaginu en hún fjallar um mikilvægi nándar fyrir eðlilegan þroska barna. Í fyrirlestrinum fjallar Guðbrandur Árni um bókina auk mikilvægi þess að foreldrar séu meðvitaðir um skömmina og áhrif hennar á sjálfsálit barna, en gott sjálfsálit tengist náið hamingju á fullorðinsárum.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 29. apríl, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Hamingjustund
15.04.2015
Í dag sameinaðist fjölskylda í Bogotá í Kólumbíu.
Atli og Kristjana fóru ásamt Katrínu Rut dóttur sinni til að hitta litlu systur í höfuðborg Kólumbíu.
Stundin þegar þau hittust í fyrsta skipti var töfrum líkust. Freydís María kom inn í herbergið til þeirra, horfði á pabba sinn, rétti honum hendina og strauk honum um andlitið. Hún sneri sér svo að mömmu sinni, horfði í augun á henni og strauk henni um vangann. Það sama gerði hún svo við systur sína.
Í Kólumbíu er svo alltaf haldin lítil veisla til að fanga þessum áfanga. Þá er boðið er uppá kökur og kruðerí áður en fjölskyldan fékk að halda heim á leið.
Myndin sem fylgir er tekin á skrifstofu ICBF strax eftir að fjölskyldan sameinaðist.
Lesa meira
Hamingjustund
13.04.2015
Í nótt sameinaðist fjölskylda í Nanning í Kína.
Lára og Einar hittu þar Kötlu Lin í fyrsta skipti og áttu þau yndislega stund saman. Katla Lin kom inn með mynd af mömmu og pabba sem þau höfðu sent henni og benti hún hreykin á foreldra sína.
Umsókn Einar og Láru var móttekin af yfirvöldum í Kína 8. október 2014 og voru þau pöruð við Kötlu Lin 9. desember 2014. Þau voru því á biðlista í Kína í tvo mánuði.
Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 177 börn verið ættleidd frá Kína til Íslands.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.