Fréttir

Íslensk ættleiðing á Akureyri

Íslensk ættleiðing á Akureyri
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir heldur fyrirlesturinn "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna". Rakel Rán er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Fyrirlesturinn hefst kl. 11:00. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Fyrirlesturinn og ráðgjöfin verða í Verkmenntaskóla Akureyrar, Hringteig 2. Gengið er inn vestan megin (átt að Hlíðarfjalli). Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Sálfræðivitölin eru ókeypis fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Fyrirlesturinn á Akureyri hefst kl. 11:00.

Fyrirlesturinn á Akureyri hefst kl. 11:00.
Fyrirlestur Rakelar Rán Sigurbjörnsdóttur "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna" hefst kl. 11:00 21.mars n.k.
Lesa meira

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015

Fyrirlestur og ráðgjöf á Akureyri 21.3 2015
Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir heldur fyrirlesturinn "Mótun persónuleikans - áhrif fyrstu áranna". Rakel Rán er með MA í fjölskyldumeðferð og hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra. Rakel stundar nú framhaldsnám á meistarastigi við University of Massachusettes Boston. Í fyrri hluta fyrirlesturins er farið mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skipting heilans í gamla heila og nýja og hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hlutanum verður farið í mismunandi tengslagerðir fólks, örugga og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Fjallað verður um hvernig hægt er að ýta undir tilfinningalega þrautsegju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Fyrirlesturinn og ráðgjöfin verða í Verkmenntaskóla Akureyrar, Hringteig 2. Gengið er inn vestan megin (átt að Hlíðarfjalli). Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Sálfræðivitölin eru ókeypis fyrir félagsmenn.
Lesa meira

Svæði