Fréttir

Verum við

Hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 til 2004. Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu á hópastarfinu en nú verður hópastarfið frá kl 14:00-16:00. Hópurinn mun halda til í Félagsmiðstöðinni Bústöðum og hittist í fyrsta skipti kl. 14:00 laugardaginn 31. janúar n.k. Gert er ráð fyrir að hittast vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn. Í fyrsta tímann koma foreldrar með börnin sín þar sem leiðbeinendur kynna sig og hópastarfið.
Lesa meira

Á ferð og flugi

Á ferð og flugi
Fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar eru á leiðinni til Bogota, höfuðborgar Kólumbíu. Í ferðinni munu þeir funda með miðstjórnvaldi Kólumbíu ICBF og kynna starfsemi félagins. Farið verður yfir hvernig staðið er að fræðslu, undirbúningi og stuðning við kjörfjölskyldur. Einnig verður skipulag málaflokksins kynnt ýtarlega fyrir ICBF. Fulltrúarnir munu einnig funda með Olgu Mariu Velásquez de Bernal fulltrúa ÍÆ í Kólumbíu.
Lesa meira

Verum við - laus pláss

Verum við - laus pláss
Hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 - 2004. Enn eru laus pláss, skráningu lýkur í dag kl 14:00.
Lesa meira

Svæði