Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
VERUM VIÐ - breytt tímasetning
28.01.2015
Hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 til 2004.
Vegna fjölda áskoranna hefur verið ákveðið að breyta tímasetningu á hópastarfinu en nú verður hópastarfið frá kl 14:00-16:00.
Hópurinn mun halda til í Félagsmiðstöðinni Bústöðum og hittist í fyrsta skipti kl. 14:00 laugardaginn 31. janúar n.k. Gert er ráð fyrir að hittast vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn. Í fyrsta tímann koma foreldrar með börnin sín þar sem leiðbeinendur kynna sig og hópastarfið. Lögð verður áhersla á góða samvinnu við foreldra.
Lesa meira
Félagið okkar
21.01.2015
Kynning á þjónustu og starfi Íslenskrar ættleiðingar.
Starf og þjónusta ÍÆ er umfangsmikil, hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum.
Starfið og þjónustan miðar að því að sinna félagsmönnum eins vel og kostur er enda eru þeir félagið.
Mikilvægt er að hafa í huga að allir félagsmenn eru jafn mikilvægir hvar svo sem þeir eru staddir í ættleiðingarferlinu.
Eitt af markmiðum ÍÆ er að tryggja góða faglega þjónustu og ekki síst gott aðgengi að starfsfólki félagsins.
Það er mikilvægt að félagsmenn séu vel upplýstir um þjónustu félagsins, því verður á fyrsta fyrirlestri ársins farið í saumanna á þjónustunni.
Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg, miðvikudaginn 28.janúar, klukkan 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á kynninguna á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is
Félagsmenn ÍÆ og aðrir áhugasamir um málefni ættleiðinga eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
Mbl.is - Enginn einhleypur karlmaður hefur ættleitt
20.01.2015
Enginn einhleypur karlmaður hefur óskað eftir að fá að ættleiða barn í gegnum félagið Íslenska ættleiðingu.
Nokkrir einhleypir karlmenn hafa haft samband við samtökin Staðgöngu að undanförnu og sýnt möguleikanum á því að eignast barn með hjálp staðgöngumóður áhuga. Gerð frumvarps um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er á lokastigi.
Einhleypum var gert kleift að ættleiða með breytingu á lögum árið 1999 en í lögunum segir að einstaklingunum sé það heimilt ef sérstaklega stendur á og ættleiðing sé ótvírætt talin barninu til hagsbóta.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.