Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Afgreiðsluhraði í Kína
16.01.2015
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 19. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 18. desember fram til og með 19. desember, eða umsóknir sem bárust á einum degi.
Lesa meira
VERUM VIÐ
15.01.2015
“Verum við“ er hópastarf fyrir ættleidd börn fædd 2002 til 2004 haldið á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Hópurinn mun halda til í Félagsmiðstöðinni Bústöðum og hittist í fyrsta skipti kl. 11:00 laugardaginn 31. janúar n.k. Gert er ráð fyrir að hittast vikulega í átta skipti, tvær klukkustundir í senn. Í fyrsta tímann koma foreldrar með börnin sín þar sem leiðbeinendur kynna sig og hópastarfið. Lögð verður áhersla á góða samvinnu við foreldra.
Kynningarbréf til foreldra
Lesa meira
Dv.is - Pála er einhleyp og ættleiðir
13.01.2015
Mátti bara ættleiða veikt barn - Sækir Kristján Frey til Kína í febrúar. Pála Kristjánsdóttir, sýningarstjóri hjá Borgarleikhúsinu, er 41 árs, einhleyp og býr í Reykjavík. Hún er nýorðin mamma, því 2. janúar síðastliðinn var ættleiðing hennar á Kristjáni Frey, tæplega tveggja ára kínverskum snáða, endanlega samþykkt.
Má bara ættleiða veikt barn
Pálu hafði lengi dreymt um að verða mamma og síðustu sex ár hefur hún gengið í gegnum ýmislegt til að láta þann draum verða að veruleika: „Mig hefur lengi langað til að ættleiða barn, frá því ég var pínulítil. Þegar ég var 34 ára var lokað fyrir ættleiðingar einhleypra, og ári síðar var opnað fyrir tæknifrjóvgun einhleypra.
Það er eiginlega ástæðan
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.