Fréttir

Hamingjustund

Hamingjustund
Þetta árið kom jólabarnið frá Tógó, því í dag sameinaðist fjölskylda í Lomé höfuðborg Tógó. Kristín Gunda fékk stelpuna sína í fangið í fyrsta sinn á barnaheimilinu og þaðan hefur hún ekki viljað fara síðan. Mæðgurnar ná greinilega vel saman, enda ekki ólíkar í skapgerð, báðar með bein í nefinu - og amma fylgist með á hliðarlínunni og brosir út í annað. Umsókn Kristínar Gundu var send til Tógó 14. apríl 2011 og voru mæðgurnar paraðar saman 6. ágúst 2014. Kristín Gunda var því á biðlista í þrjú ár og þrjá mánuði. Nú hafa fjögur börn verið ættleitt frá Tógó til Íslands með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira

Jól

Jól
Það er um þessar mundir sem að ró og friður færist yfir starf Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfsaðilar okkar á erlendri grund hafa ljúka störfum sínum á þessu ári og fara í jólaleyfi. Við notum því tækifærið og drögum saman seglin og bjóðum uppá lágmarksþjónustu yfir hátíðarnar, þ.e. tölvupóstum sem berast verður svarað og neyðarsíminn (8951480) verður virkur - brugðist verður við neyðartilvikum. Starfsfólk félagsins mun nota jólaleyfið til að hlaða batteríin fyrir komandi ár með nýjum áskorunum og opna skrifstofu félagsins að nýju á nýju ári - þann 5. janúar. Síðastliðin ár hefur starf skrifstofunnar eftir áramót farið frekar bratt af stað. Það virðist vera að fjölmargir umsækjendur hafa notað kyrrðina yfir hátíðarnar til tala saman, komast að niðurstöðu og pantað fyrsta viðtalið hjá Íslenskri ættleiðingu. Starfsmenn félagsins hlakkar til að taka á móti nýjum umsækjendum á nýju ári og ekki síður að sinna okkar fjölmörgu félagsmönnum.
Lesa meira

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2014

Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2014
Jólaball Íslenskrar ættleiðingar verður haldið í húsnæði Íslenskrar Erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík, sunnudaginn 7. desember og hefst ballið klukkan 14:00. Það verður dansað í kringum jólatré, veitingar í boði og jólasveinar mæta að sjálfsögðu á svæðið. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar sem innheimtir einnig skráningargjaldið. Netfangið er isadopt@isadopt.is og lýkur skráningu miðvikudaginn 3.desember. Allir velkomnir, afar, ömmur, frænkur, frændur, vinir og vandamenn. Hlökkum til að sjá sem flesta Skemmtinefndin
Lesa meira

Svæði