Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins
12.11.2014
Seinni hluti undirbúningsnámskeiðsins "Er ættleiðing fyrir mig?" verður haldinn laugardaginn 22.nóvember kl: 8:00 til 17:00.
Staðsetning: Dillonshúsið í Árbæjarsafni. Kistuhyl 4, 110 Reykjavík.
Lesa meira
KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA
12.11.2014
Fundur fyrir þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 19:00 n.k. miðvikudag 19. nóvember 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlegan fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukkutíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur.
12.11.2014
Fyrirlesari er Snjólaug Elín Sigurðardóttir. Hún er leikskólakennari í grunni, með BA í sænsku og ensku og MA frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með sérstakri áherslu á fræðslustarf og stjórnun. Auk þess nam hún TBRI® við TCU háskólann í Bandaríkjunum, sem er úrræði sérsniðið að þörfum ættleiddra barna og annarra barna með erfiða fortíð.
Í fyrirlestrinum mun Snjólaug Elín fjalla um rannsókn sína „Kjörfjölskyldur ættleiddra barna á Íslandi: undirbúningur, fræðsla og stuðningur“. Markmiðið með gerð hennar var að skoða reynslu og upplifun foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum og var áhersla lögð á að skoða sambandið milli undirbúningsfræðslu, eftirfylgdar og stuðnings í kjölfar ættleiðingar og líðan fjölskyldna.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 19. nóvember, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.