Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Kæru þið sem eruð á biðlista
15.10.2014
Fundur fyrir þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 19:00 n.k. miðvikudag 22. október 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg. Um er að ræða óformlegan fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukkutíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað.
Lárus H. Blöndal, sálfræðingur félagsins mætir.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Ættleidd börn á Íslandi. Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
15.10.2014
Ættleidd börn á Íslandi.
Langtímarannsókn með 20 börnum og fjölskyldum þeirrra.
Fyrirlesarar eru Hanna Ragnarsdóttir prófessor Mennta-vísindasviði HÍ og Elsa Sigríður Jónsdóttir fv. lektor á Menntavísindasviði HÍ.
Þátttakendur í rannsókninni eru 20 ættleidd börn frá Indlandi og Kína sem komu til Íslands 2002 (10 börn) og 2004 (10 börn) og foreldrar þeirra. Markmið rannsóknarinnar eru að skilja reynslu foreldra af því að ættleiða barn frá útlöndum; að varpa ljósi á hvernig móttöku barnanna var háttað og að skoða hvernig börnunum gengur að aðlagast nýju samfélagi, félagahópi og skólum. Tekin hafa verið viðtöl við foreldrana tvisvar, börnin einu sinni, svo og leik- og grunnskólakennara barnanna. Í erindinu verður fjallað um niðurstöður þessara viðtala, einkum viðtala við börnin og kennara þeirra sem tekin voru árið 2012.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 22.október, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
AUGLÝSING FRÁ SKEMMTINEFND
02.10.2014
Við auglýsum eftir fólki sem hefur áhuga á því að vera með okkur í skemmtinefndinni eða eru tilbúnir til þess að aðstoða við einstaka atburði.
Þeir sem hafa áhuga geta haft samband við skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar í síma 588 14 80 eða sent tölvupóst á netfangið isadopt@isadopt.is
Með von um góð viðbrögð
Skemmtinefnd Íslenskrar ættleiðingar
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.