Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Heimsóknir til Búlgaríu og Tékklands
30.09.2014
Sigrún María Kristinsdóttir og Kristinn Ingvarsson kynna heimsóknir sínar til Búlgaríu og Tékklands.
Kynningin fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg fimmtudaginn 9. október, klukkan 20:00.
Við hvetjum alla félagsmenn og aðra áhugasama að mæta.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Kynning er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Kæru þið sem eruð á biðlista.
29.09.2014
Fundur fyrir alla þá sem eru á biðlista verður haldinn kl. 10:00 n.k. laugardag 4. október 2014 í Tækniskólanum við Háteigsveg.
Um er að ræða óformlega fund til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman.
Stefnt er að því að vera með slíka fundi klukku- tíma fyrir mánaðarlega fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar og á sama stað.
Lárus H. Blöndal, sálfræðingur félagsins mætir.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Ragnheiði á skrifstofu félagsins í síma 588 14 80 eða isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“
27.09.2014
Fyrirlesturinn „Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), laugardaginn 4. október, klukkan 11:00.
Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallaðr um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi fyrir í uppvextinum m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann.
Þeir sem ekki eiga heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn í gegnum netið.
Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.