Fréttir

Mánaðarfyrirlestrar Íslenskrar ættleiðingar

Mánaðarfyrirlestrar Íslenskrar ættleiðingar
Í kjölfar fyrirlestra Íslenskrar ættleiðingar sem haldnir voru núna í lok ágúst fyrir foreldra ættleiddra barna í leik-og grunnskóla og aðra áhugasama er búið að ákveða dagsetningar þriggja mánaðarlegra fyrirlestra fram að komandi jólum. Sá fyrsti verður haldinn laugardaginn 4. október, kl. 11:00 en hinir tveir eru á miðvikudögum og byrja kl. 20:00 og verða haldnir 22. október og 19. nóvember. Heiti fyrsta fyrirlestursins er "„Ég þekkti þig ekki, þú varst bara ókunnug kona“ og þar mun Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjalla um áhrif ættleiðinga á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Fyrirlestara og fyrirlestra fyrirlestrana 22. október og 19. nóvember verða auglýstir fljótlega. Frítt er á fyrirlestrana fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Við hvetjum ykkur til að taka þessa tíma frá og leggja þá sérstaklega á minnið.
Lesa meira

Samstarfssamningur við Lögmenn Höfðabakka

Samstarfssamningur við Lögmenn Höfðabakka
Lögmenn Höfðabakka og Íslensk ættleiðing hafa gert með sér samstarfssamning sem kveður á um að starfandi lögmenn hjá Lögmönnum Höfðabakka annist ráðgjöf til félagsins til samræmis við lög og reglugerðir um ættleiðingar og veiti jafnframt félagsmönnum þess ráðgjöf og skilgreinda þjónustu vegna margvíslegra mála sem félagsmenn standa frammi þegar sótt er um að ættleiða börn frá þeim erlendu ríkjum sem Íslensk ættleiðing annast milligöngu um. Íslensk ættleiðing og Lögmenn Höfðabakka munu í samstarfi sínu leggja megináherslu á að styrkja ættleiðingarfélagið enn frekar í því hlutverki að tryggja að ættleiðing barns frá erlendu ríki fari fram þannig að gætt hafi verið íslenskra laga og reglna um ættleiðingar auk laga og reglna upprunaríkis og ákvæða þeirra alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að og snerta ættleiðingar.
Lesa meira

Skipulagsdagur - skrifstofan lokuð 5. september

Skipulagsdagur - skrifstofan lokuð 5. september
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð föstudaginn 5. september vegna skipulagsdags. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt, mánudaginn 8. september. Ef félagsmenn eiga brýnt erindi sem ekki þolir neina bið - er hægt að hafa samband í síma 895-1480.
Lesa meira

Svæði