Fréttir

Ársreikningur 2013

Lesa meira

Fræðslufyrirlestur í 4. október.

Dr.Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri fjallaðr um áhrifa ættleiðingar á börn og hvað rannsóknir segja um þetta málefni. Rætt verður um hvað foreldrar gætu þurft að vera vakandi fyrir í uppvextinum m.a. er varðar sjálfsmynd barnanna og tengsl við upprunann. Fyrirlesturinn verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn), laugardaginn 4. október, klukkan 11:00. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn. Við hvetjum ykkur til að taka þenna tíma frá og leggja hann sérstaklega á minnið.
Lesa meira

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn

Fréttatíminn - Duttu tvisvar í lukkupottinn
Stefanía Carol var tekin af blóðmóður sinni í Kólumbíu vegna lélegs aðbúnaðar og Arnar Ze var sex mánaða gamall skilinn eftir fyrir utan spítala í Kína. Bæði búa þau nú í Garðabænum með foreldrum sínum, þeim Aðalheiði Jónsdóttur og Guðfinni Kristmannssyni. Tvö ár eru síðan þau ættleiddu Stefaníu Carol og þó aðeins sé mánuður síðan Arnar Ze kom til Íslands kann hann þegar að vel að meta slátur.
Lesa meira

Svæði