Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Ráðgjafarviðtöl á Akureyri 20. september
18.08.2014
Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ býður upp á viðtöl fyrir félagsmenn á Akureyri laugardaginn 20. september n.k. Viðtölin eru félagsmönnum að kostnaðarlausu. Gert er ráð fyrir að hvert viðtal séu 45 mínútur. Fyrsta viðtalið verður kl. 10:00, viðtal tvö kl. 11:00, þriðja viðtalið kl. 13:00 o.s.frv. Stefnt er að því að Lárus verði fram til kl. 17:00 ef þörf þykir. Hægt er að panta viðtöl hjá Ragnheiði í síma ÍÆ 588 14 80 eða ragnheidur@isadopt.is.
Lesa meira
Að byrja í leik- og grunnskóla
18.08.2014
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra ættleiddra barna á leik-og grunnskóla aldri og fyrir alla áhugasama um málefnið. Fræðslan fer fram bæði á Akureyri og í Reykjavík og er aðgangur ókeypis fyrir félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar. Félagsmenn og aðrir eru hvattir til að nýta sér mjög mikilvæga, áhugaverða og góða fræðslu og mæta.
Mánudagurinn 25. ágúst kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinandi er Díana Sigurðardóttur leikskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b.
Þriðudagurinn 26. ágúst kl. 18:00. Leik- og grunnskólafræðsla. Leiðbeinandi er dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan verður í Háskólanum á Akureyri, Sólborg V/Norðurslóð.
Miðvikudagurin 27. ágúst kl. 20:00. Grunnskólafræðsla. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi/sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b.
Skráning: isadopt@isadopt.is.
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
11.08.2014
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 11. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 8. desember fram til 11. desember, eða umsóknir sem bárust á 4 dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.