Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
visir.is - Samkynhneigðir fá að ættleiða frá S-Afríku
23.07.2014
Danskt samkynhneigt par hefur ættleitt barn frá Suður-Afríku og er þetta í fyrsta sinn sem hinsegin fólk í Danmörku hefur fengið barn til ættleiðingar erlendis frá, samkvæmt frásögn danskra fjölmiðla.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri opinberlega greint frá því að samkynhneigt par hafi verið samþykkt sem foreldrar af upprunaríki. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir málaflokkinn í heild sinni. Vonandi verður þetta til þess að fleiri samkynhneigðir fái að ættleiða börn. Þeir geta svo sannarlega verið jafngóðir foreldrar og aðrir,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Hann segir Íslenska ættleiðingu hafa verið í samstarfi við Samtökin "78 undanfarin ár og skoðað möguleikana fyrir samkynhneigða á að ættleiða börn.
Árni Grétar Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samtakanna "78, fagnar því að loksins séu að opnast leiðir til ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá. „Innlendar ættleiðingar hafa verið fáar og ekki verið tækifæri til að nýta lögin sem sett voru fyrir nokkrum árum,“ segir hann.
Lesa meira
Sumarleyfi skrifstofu
11.07.2014
Starfsfólk Íslenskrar ættleiðingar verður í sumarleyfi frá 11. júlí fram yfir Verslunarmannahelgi. Framkvæmdastjóri félagsins er á bakvakt ef eitthvað kemur upp sem má ekki bíða.
Lesa meira
Hamingjustund
07.07.2014
Nú í nótt sameinaðist fjölskylda í Changsha í Kína. Aðalheiður og Guðfinnur fóru ásamt dóttur sinni Stefaníu Carol þangað í byrjun júlí og loksins fengu þau að hitta drenginn sinn sem þau hafa verið að bíða eftir að fá að sjá síðan í maí. Starfsmaður ættleiðingarstofnunarinnar kom með Arnar Ze á hótelið, baðaði hann og skellti fang foreldra sinna. Það kom í ljós að litli karlinn var lasinn en hann var fljótur að jafna sig, því stóra systir var svo dugleg að leika við hann.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.