Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
07.07.2014
Síðastliðna nótt var lítil fjölskylda að verða til í Tianjin í Kína, þau Bjarni og Sigrún Eva voru að hitta Veigar Lei í fyrsta sinn. Veigar Lei var pínu feiminn þegar hann hitti foreldra sína fyrst, en hann var fljótur að jafna sig. Fjölskyldan átti dásamlega stund saman og er framtíðin björt og spennandi.
Umsókn Bjarna og Sigrúnar var móttekin í Kína 10. febrúar 2014 og voru þau pöruð við drenginn 28. mars. Þau voru því á biðlista hjá CCCWA í 40 daga.
Þetta er fjórða fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 173 börn verið ættleitt frá Kína til Íslands
Lesa meira
„...ættleidd börn hafa með sér auka ferðatösku í gegnum lífið" : þjónustuþörf ættleiddra barna við upphaf grunnskóla. Höfundur Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir
24.06.2014
Markmið rannsóknarinnar var að kanna þjónustuþörf barna sem ættleidd eru erlendis frá til Íslands þegar þau hefja grunnskóla og hverjar hugsanlegar sértækar þarfir þeirra eru. Rannsóknin var unnin með það að markmiði að auka almenna þekkingu á málefnum ættleiddra barna í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin fór fram á tímabilinu júní 2012 til október 2012 og fylgir eigindlegum rannsóknarhefðum: Viðtöl voru tekin við sex foreldrapör sem samtals eiga tólf ættleidd börn. Jafnframt voru tekin viðtöl við sex kennara sem allir höfðu reynslu af móttöku ættleiddra barna erlendis frá í bekkinn sinn á fyrstu árum grunnskólans. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að reynsla og upplifun fyrir ættleiðingu geta haft áhrif á líf ættleiddra barna í langan tíma eftir ættleiðingu.
Lesa meira
Afgreiðsluhraði í Kína
17.06.2014
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 6. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 5. desember til og með 6. desember, eða umsóknir sem bárust á 2 dögum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.