Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 10.06.2014
10.06.2014
Dagskrá:
1. Fundargerð 14.4.2014
2. Fundargerð 13.5.2014
3. Skýrsla framkvæmdastjóra fyrir maí
4. Húsnæðismál
5. Starfsáætlun
6. Önnur mál
Lesa meira
Lokað vegna heimsóknar
10.06.2014
Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar eru á leið til Tékklands að hitta fulltrúa miðstjórnvaldsins í landinu. Skrifstofan verður því lokuð frá og með 16. júní til og með 20. júní.
Lesa meira
Biðin og þráin eftir barninu : reynsla fólks af ófrjósemi og ættleiðingu. Höfundur Guðný Birna Guðmundsdóttir
30.05.2014
Bakgrunnur rannsóknar: Ófrjósemi hefur áhrif á milljónir manna um heim allan. Það teljast mannréttindi fyrir barn að alast upp hjá fjölskyldu en á sama tíma eru það ekki talin mannréttindi að verða foreldri. Einungis eitt ættleiðingarfélag er til á Íslandi og hefur það í tímans rás fengið takmörkuð fjárframlög frá hinu opinbera miðað við umfang starfseminnar.
Tilgangur rannsóknar: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu fólks af ófrjósemi og ættleiðingu.
Rannsóknaraðferð: Stuðst var við fyrirbærafræðilega rannsóknaraðferð. Viðtölin voru 13 í heildina, en þátttakendur voru 10 hjón eða einstaklingar, samtals 13 manns, á aldrinum 29-53 ára. Allir þátttakendur áttu það sameiginlegt að hafa upplifað ófrjósemi og ættleiðingu eða vera í ferli að bíða eftir barni til ættleiðingar. Rannsóknarspurningin var: Hver er reynsla fólks af ófrjósemi og ættleiðingu?
Helstu niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknar voru að ófrjósemi er átakanlegt og erfitt ástand andlega, líkamlega og fjárhagslega.
Ófrjósemismeðferðir reyndust þátttakendum mjög erfiðar og jafnvel erfiðari en ættleiðingin og biðin eftir barninu. Depurð var þekkt hjá mörgum þátttakendum bæði vegna ófrjósemi og barnleysis. Forsamþykkisferlið á Íslandi er of langt, of dýrt og oft á tíðum ósanngjarnt. Biðtími eftir barni til ættleiðingar erlendis frá er mjög langur og stóru ættleiðingarlöndin eru að draga úr ættleiðingum úr landi. Flestir þátttakendur treystu sér ekki til að ættleiða íslenskt barn þar sem að þær ættleiðingar eru opnar. Þátttakendum fannst stuðning vanta eftir að heim var komið bæði frá Félagi Íslenskrar ættleiðingar og frá heilbrigðisþjónustunni.
Ályktun: Rannsóknin sýnir að reynsla af ófrjósemi og ættleiðingu getur tekið mjög á þá sem við á. Mikill kostnaður og margra ára bið einkennir það ferli sem bíður þeirra sem ættleiða barn í dag. Væntanlegir kjörforeldrar þurfa aukinn stuðning og efla þarf þekkingu í samfélaginu varðandi ófrjósemi og ættleiðingar. Styrkja þarf þátt heilbrigðisþjónustunnar varðandi þjónustu við ættleidd börn.
Lykilhugtök: Ófrjósemi, ættleiðingar, biðtími, kjörforeldrar, kjörbarn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.