Fréttir

Íslensk ættleiðing heimsækir Tékkland

Íslensk ættleiðing heimsækir Tékkland
Fulltrúar félagsins munu á næstunni leggja land undir fót og heimsækja miðstjórnvaldið í Tékklandi. Samstarfs Íslands og Tékklands hófst árið 2004 og fór hægt af stað. Árið 2007 var fyrsta barnið ættleitt frá Tékklandi til Íslands, en svo var nokkur bið eftir næstu börnum. Á árunum 2010 - 2013 voru tvö börn hvert ár ættleidd til Íslands frá Tékklandi. Síðastliðið ár voru svo ættleidd fjögur börn og þrjú börn á þessu ári. Vinnulag tékkneska miðstjórnvaldisins er um margt ólíkt því sem Íslensk ættleiðing hefur kynnst í gegnum tíðina. Þar er ekki unnið út frá aldri umsókna, þ.e. í Tékklandi er ekki eiginleg biðröð, heldur er matsnefnd sem parar saman umsækjendur við börnin sem hún vinnur fyrir. Það eru því ekki parað út frá aldri umsóknarinnar. Allt samstarf Íslenskrar ættleiðingar við upprunaríkin er byggt á trausti. En þar sem unnið er út frá pörun án þess að litið sé til aldurs umsóknar skiptir traust enn frekar máli.
Lesa meira

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi

Skessuhorn - Ættleiddu lítil systkin frá Tékklandi
Sigrún Þorbergsdóttir grunnskólakennari og eiginmaður hennar Ástþór Vilmar Jóhannsson kjötiðnaðarmaður eru bæði í barneignarleyfi. Það væri þó ekki frásögum færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að þau ættleiddu nýverið systkini, fjögurra ára pilt og tveggja ára stúlku, frá Tékklandi. Fyrir eiga þau ellefu ára dóttur sem ættleidd var frá Kína. Ekki er algengt að systkini séu ættleidd hingað til lands og enn sjaldgæfara er að þau komi saman. Hjónin sögðu blaðamanni Skessuhorns sögu sína og barnanna þriggja.
Lesa meira

Fræðsla fyrir aðstandendur ættleiddra barna og foreldra þeirra

Fræðsla fyrir aðstandendur ættleiddra barna og foreldra þeirra
Fræðsla fyrir aðstandendur foreldra ættleiddra barna er tveggja tíma námskeið um mikilvæga þætti ættleiðinga.
Lesa meira

Svæði