Fréttir

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um

Mbl.is - Fögnuðu nýj­um húsa­kynn­um
Borg­ar­ráð Reykja­vík­ur hef­ur samþykkt að gera leigu­samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu á hús­eign­inni Bjark­ar­hlíð við Bú­staðaveg, en í til­efni af því bauð fé­lagið fé­lags­mönn­um og velunn­ur­um til grill­veislu í skóg­ar­lund­in­um við húsið í dag. Bjark­ar­hlíð stend­ur í fal­leg­um skóg­ar­lundi aust­an und­ir Bú­staðakirkju við Bú­staðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða fé­lags­ins verða, skrif­stofa, fræðslu­starf og þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur þeirra eft­ir ætt­leiðingu. Viðræður um sam­vinnu við Reykja­vík­ur­borg hafa staðið í rúm tvö ár og seg­ir fé­lagið það því meira mikið fagnaðarefni að þess­um áfanga sé náð.
Lesa meira

Umskipti í aðstæðum Íslenskrar ættleiðingar

Umskipti í aðstæðum Íslenskrar ættleiðingar
Vel á annað hundrað manns komu saman í dag í skógarlundinum Bjarkarhlíð við Bústaðaveg til að fagna því að Borgarráð hefur samþykkt að gera leigusamning við Íslenska ættleiðingu um húseignina Bjarkarhlíð. Á árum áður var í Bjarkarhlíð sérskóli fyrir vandræðabörn eins og það var kallað í þá daga. Húsið stóð autt í nokkur ár og lét mjög á sjá og brann að lokum nokkuð illa fyrir fjórum árum. Reykjavíkurborg hefur unnið að endurbyggingu hússins og að finna því veglegt og sómasamlegt hlutverk að nýju. Borgarráð samþykkti fyrir skömmu heimild til að leiga Íslenskri ættleiðingu húsið. Af því tilefni komu félagsmenn, fjölskyldur sem nýlega hafa ættleitt og uppkomnir ættleiddir saman í lundinum við Bjarkarhlíð, austan undir Bústaðakirkju og grilluðu og glöddust. Við þetta tilefni sagði Hörður Svavarsson formaður Íslenskrar ættleiðingar að þessi áfangi, að félagið komist í framtíðarhúsnæði, skapi tímamót í íslensku ættleiðingarstarfi. Þarna verður skrifstofuaðstaða félagsins, fræðslu- og félagsaðstaða og þjónustumiðstöð við fjölskyldur eftir ættleiðingu. “Það er svo stutt síðan það blasti við að félagið þyrfti líklega að leggja niður starfsemi” sagði Hörður “Nú hafa orðið algjör umskipti í aðstæðum okkar og við gleðjumst innilega, vegna þess að starfsemi ættleiðingarfélagsins skiptir sköpum í lífi svo margra”
Lesa meira

Grillveisla - stóráfanga fagnað

Grillveisla - stóráfanga fagnað
Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að gera leigusamning við Íslenska ættleiðingu á húseigninni Bjarkarhlíð við Bústaðaveg. Af því tilefni býður félagið félagsmönnum og velunnurum til grillveislu í skógarlundinum við húsið næsta laugardag klukkan 14:00. Bjarkarhlíð stendur í fallegum skógarlundi austan undir Bústaðakirkju við Bústaðaveg. Þar mun framtíðaraðstaða félagsins verða, skrifstofa, fræðslustarf og þjónusta við börn og fjölskyldur þeirra eftir ættleiðingu. Viðræður um samvinnu við Reykjavíkurborg hafa staðið í rúm tvö ár og því er mikið fagnaðarefni að þessum áfanga sé náð. Við viljum gleðjast með félagsmönnum og öllum velunnurum félagsins og bjóðum því upp á grillaðar pylsur með öllu eða engu eftir smekk á laugardag klukkan 14:00.
Lesa meira

Svæði