Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hörður Svavarsson endurkjörinn formaður ÍÆ
17.05.2014
Í kjölfar aðalfundar kom stjón ÍÆ saman og skipti með sér verkum. Hörður Svavarsson var endurkjörinn formaður
Lesa meira
Fréttablaðið - Form ættleiðinga hér á landi vekur áhuga
13.05.2014
Íslensk ættleiðing fær fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum og löndum sem börn eru ættleidd frá um þjónustusamninginn við íslenska ríkið. Samningurinn tryggði rekstur félagsins og umsóknum hefur fjölgað á ný.
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska
Lesa meira
Íslensk ættleiðing á Akureyri
13.05.2014
Íslensk ættleiðing hefur lagt sig fram við að þjónusta félagsmenn sína sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Hefur félagið gert tilraunir með að streyma fyrirlestrum með góðum árangri og mun vonandi verða framhald á því. Til að bæta um betur mun mánaðarlegur fyrirlestur félagsins að þessu sinni verða haldinn á Akureyri. Að þessu sinni verður boðið uppá tvö fræðsluerindi, fund með formanni og framkvæmdastjóra félagsins, auk viðtala hjá sálfræðigi félagsins.
Fræðslan hefst kl. 10:00 með erindi þar sem Dr. Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri kynnir niðurstöður rannsókna sinna er varða ættleidd börn. Klukkan 11:00 mun Valgerður Baldursdóttir sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum fjallar um mikilvægi tilfinningatengsla milli barna og umönnunaraðila og þátt þeirra í þroska og mótun persónuleika einstaklingsins, en fyrirlesturinn var áður haldinn síðastliðinn febrúar og var mjög vel tekið.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.