Fréttir

Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga

Útlendingar áhugasamir um ættleiðingar Íslendinga
Nýja íslenska fyrirkomulagið á ættleiðingum, sem komst á laggirnar með þjónustusamningi innanríkisráðuneytisins og Íslenskrar ættleiðingar í lok síðasta árs, vekur mikla athygli úti í heimi. Í kjölfar kynningar á fyrirkomulaginu á ráðstefnu evrópskra samtaka ættleiðingarfélaga, Euradopt, á dögunum hafa ekki bara borist fyrirspurnir frá erlendum ættleiðingarfélögum, heldur einnig upprunalöndunum, það er að segja löndum sem börn eru ættleidd frá. Þetta segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar. Kristinn segir öll ættleiðingarfélög rekin á gjöldum sem fara eftir fjölda umsækjenda og ættleiðinga. „Tekjurnar minnka um leið og ættleiðingum fækkar eins og hefur verið að gerast og ekki síst þess vegna vekur íslenska fyrirkomulagið athygli,“ segir hann.
Lesa meira

Hver er ég, hvaðan kem ég? Um rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Höfundur Snjólaug Aðalgeirsdóttir

Hver er ég, hvaðan kem ég? Um rétt barna til að þekkja uppruna sinn. Höfundur Snjólaug Aðalgeirsdóttir
Fjölskylduformið hefur breyst í gegnum tíðina og í kjölfarið hafa barneignir og hvernig þeim er háttað breyst að sama skapi. Börn geta eignast stjúpforeldra, kjörforeldra, eru tekin í fóstur og verið getin með tæknifrjóvgun. Lagaleg áhrif skipta meira máli þegar um nýja tækni og ættleiðingar er að ræða og oft þarf að skera úr um hver er faðir og móðir barnsins. Með tilkomu Samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Barnasáttmálans, hefur verið einblínt á að börn njóti þeirra réttindi að þekkja uppruna sinn, geti fengið umönnun beggja foreldra og að ávallt sé hugsað um hvað barninu er fyrir bestu. Íslensk barnalög styðjast við Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og kemur þar fram að börn eigi að þekkja báða foreldra sína en þó eru önnur ákvæði í lögum um tæknifrjóvgun sem segja að gjafi geti notið nafnleyndar ef hann óskar þess, sem gerir það að verkum að barn getur ekki alltaf leitað uppruna síns. Svíþjóð, Bretland, Austurríki, Sviss, Þýskaland, Holland, Nýja Sjáland og Ástralía eru dæmi um lönd sem hafa aflétt nafnleynd á gjöfum og því geta börn alltaf leitað uppruna síns ef þau óska þess. Rannsóknir sýna að börn vilja þekkja uppruna sinn því þau telja mikilvægt að þekkja hvar ræturnar liggja, vita hvort þau eigi systkini, og hver heilsufarssaga gjafa er til að þau þekki sig betur og geti skilgreint sig á réttan hátt. Þetta telja þau stuðla að betra lífi en fara ekki endilega fram á að umgangast líffræðilega foreldra. Þetta á einnig við börn sem ættleidd eru.
Lesa meira

Því ætti það ekki að gerast aftur? Sorgarferli ættleiddra einstaklinga. Höfundur Kristín Skjaldardóttir

Því ætti það ekki að gerast aftur? Sorgarferli ættleiddra einstaklinga. Höfundur Kristín Skjaldardóttir
Sorgarferli ættleiddra einstaklinga hefur lítt verið rannsakað og fátt er um rannsóknarrit á akademískum vettvangi þar sem skýrar vísbendingar er að finna um það hvað valdi slíku sorgarferli. Til dæmis er ekki ljóst hve hátt hlutfall ættleiddra einstaklinga gengur í gegnum sorgarferli eða hvað skilur á milli þeirra sem glíma við það og þeirra sem gera það ekki. Í þessari ritgerð er fjallað um þetta ferli og hvernig foreldrar og félagsráðgjafar geti lagt þeim lið sem finna sig knúna til að vinna úr því. Fjallað er um hugtökin áfall, sorg, sorgarferli og tengslarof í tengslum við ættleiðingu barna og hvaða áhrif hún hefur á líf þessara einstaklinga. Því næst er lýst þeim aðferðum sem henta til að aðstoða ættleidda einstaklinga, börn og fullorðna, í gegnum sorgarferli sitt, og eru á færi foreldra og félagsráðgjafa að vinna með. Niðurstöður leiða í ljós að ekki ganga allir ættleiddir einstaklingar í gegnum sorgarferli vegna ættleiðingar sinnar heldur líta þeir jákvæðum augum á hana og telja hana af hinu góða. Þeir einstaklingar sem berjast við sorg vegna ættleiðingar velta því einkum fyrir sér af hverju líffræðilegir foreldrar gátu ekki átt þá og hvernig þeir foreldrar séu að upplagi og uppruna. Niðurstöður sýna einnig mikilvægi þess að kjörforeldrar tjái sig opinskátt um ættleiðinguna, að þeir séu tilbúnir til að ræða hana við börn sín og að börnin skynji vilja kjörforeldra sinna til að ræða þessi mál við þau. Loks kemur fram að félagsráðgjafar, sem hafa tileinkað sér þekkingu á sorg og sorgarferli í fjölskylduráðgjöf, eru vel til þess fallnir að veita ættleiddum einstaklingum, börnum og fullorðnum, aðstoð leiti þau eftir henni.
Lesa meira

Svæði