Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Afgreiðsluhraði í Kína
30.04.2014
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur tilkynnt að umsækjendur sem sóttu um til og með 4. desember 2006 hafi verið paraðir við barn. Að þessu sinni var unnið úr umsóknum sem bárust frá 30. nóvember til og með 4. desember, eða umsóknir sem bárust á 5 dögum.
Lesa meira
Útundan
28.04.2014
Leikhópurinn Háaloftið frumsýndi leikritið Útundan 10. apríl síðastliðinn og ráðgerði að sýna fjórar sýningar. Vegna mikils áhuga var bætt við tveimur aukasýningum, laugardaginn 3 maí og sunnudaginn 4. maí. Í lok sýningarinnar á laugardaginn munu leikstjóri, leikarar ásamt Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi hjá Íslenskri ættleiðingu ræða um efnistök verksins og bjóða áhorfendum að taka þátt í spjallinu. Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar mun stýra umræðunum.
Sýningin hefst kl. 20:00 og er miðaverð 2.900 krónur.
Miðasala: midi.is eða tjarnarbio.is
Lesa meira
Aðalfundur EurAdopt
26.04.2014
Aðalfundur og ráðstefna evrópska ættleiðingarsambandsins EurAdopt stendur nú yfir í Stokkhólmi og hefur framlag Íslands vakið mikla athygli.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.