Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Samstarf Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar
25.04.2014
Undanfarið misseri hefur verið í deiglunni að koma á formlegu sambandi milli Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands og Íslenskrar ættleiðingar. Samstarfið lítur að börnum sem ættleidd eru með milligöngu félagsins og eru með skarð í vör eða skarð í góm. Fyrir stuttu funduðu fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar með Kristínu Th. Þórarinsdóttur talmeinafræðingi frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands með það að markmiði að skýra verksvið, tilvísunarferli og vinna verkferla í tengslum við samstarfið.
Í framtíðinni mun Íslensk ættleiðing hafa samband við Heyrnar- og talmeinastöð Íslands þegar búið er að para barn með skarð í vör eða skarð í góm við umsækjendur hjá félaginu. Verðandi foreldrar fá viðtal og ráðgjöf hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og bætist sú ráðgjöf við þá fræðslu og ráðgjöf sem félagsmenn fá nú þegar.
Heyrnar- og talmeinstöð Íslands er með mjög góða, fræðandi og áhugaverða heimasíðu www.hti.is. Þar má finna t.d. þróun máls og tals á slóðinni: http://hti.is/index.php/is/tal/throun-mals-tals-barna og almenna málörvun barna á: http://hti.is/index.php/is/tal/almenn-malvorn-barna. Auk þess er hægt að hlaða niður bækling um börn fædd með skarð í vör og/eða gómi: http://hti.is/index.php/is/tal/born-med-skard-i-vor-eda-gomi
Lesa meira
Börn með skilgreindar þarfir
16.04.2014
Gestur Pálsson barnalæknir talar um læknisfræðina í tengslum við börn með skilgreindar þarfir, en Kristinn Ingvarsson, framkvæmdarstjóri Íslenskrar ættleiðingar tekur fyrir sjálft ættleiðingarferlið.
Lesa meira
Hamingjustund
16.04.2014
Á barnaheimilinu í Most sameinaðist fjölskylda nú í morgun. Andri og Þuríður voru að hitta litla drenginn sinn í fyrsta skipti og var stundin töfrum líkust. Nýbakaðir foreldrarnir fengu að hitta Tómas og leika við hann í stutta stund. Hann fékk sér svo hádegisverð og hádegislúr. Eftir hádegið fengu Andri og Þuríður svo að hitta hann á ný og kynnast betur, leika og skoða bókina sem þau höfðu sent honum með myndum af sér, ömmunum og öfunum og auðvitað honum sjálfum.
Umsókn Andra og Þuríðar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 16.12.2013 og voru þau pöruð við Tómas í mars. Andri og Þuríður voru því að biðlista í Tékklandi í þrjá mánuði.
Þetta er þriðja fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 14 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.