Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hefðbundin aðalfundarstörf
15.04.2014
Aðalfundur ÍÆ var haldinn 25. mars og var vel sóttur að venju. Í stjórn voru endurkjörin þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson og Sigrún María Kristinsdóttir en Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen var kjörin ný í stjórn félagsins.
Lesa meira
Ættleiðingar og mannréttindi
07.04.2014
Á Íslandi gilda lög um að samkynhneigðir mega ættleiða. Staðan er sú að ekkert erlent land sem við erum í samskiptum við leyfir ættleiðingar milli landa til samkynhneigðra. Í þessu máli skarast reglur upprunaríkis og móttökuríkis svipað og gerist með lög um ættleiðingar einhleypra einstaklinga og fatlaðra. Þetta er ástæða þess að samkynhneigð pör geta aðeins ættleitt innanlands.
Misskilningurinn er sá að margir lesa út úr þessum tilmælum að það sé verið að banna samkynhneigðum hérlendis að ættleiða. En sú er ekki raunin og í rauninni er Ísland alveg undir það búið, ef önnur lönd fara að leyfa ættleiðingar milli landa til para af sama kyni, að taka þá þátt í því.
Lesa meira
Börn með skilgreindar þarfir
05.04.2014
Á næsta fræðslufyrirlestri Íslenskrar ættleiðingar verður sjónunum beint að ættleiðingum barna með skilgreindar þarfir.
Árið 2006 kynnti CCCWA nýtt ferli við ættleiðingar frá Kína. Um var að ræða lista yfir börn með skilgreindar þarfir þar ættleiðingarfélögin höfðu aðgang þar sem og gátu kannað læknis- og félagsfræðilegar skýrslur um börnin. Með tilkomu listans var CCCWA að leita leiða til að finna foreldra fyrir börn sem áður eignuðust ekki fjölskyldur. Síðan listinn var fyrst búinn til hefur hann breyst mikið og aðferðafræðin við vinnslu hans sömuleiðis.
Síðan Íslensk ættleiðing hóf samstarf við CCCWA um ættleiðingar barna með skilgreindar þarfir hafa tæplega 50 börn af listanum eignast foreldra á Íslandi.
Auk þessara barna, þar sem þarfir þeirra hafa verið skilgreindar fyrirfram, hafa börn með skilgreindar þarfir lengi verið ættleidd til Íslands. Fjölmörg börn sem ættleidd hafa verið frá Indlandi á árum áður eru með skilgreindar þarfir, þó að það hafi ekki verið þekkt þegar ættleiðingin upplýsingar um börnin bárust foreldrum þeirra.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.