Fréttir

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í höfuðborg Tékklands. Ástþór, Sigrún og Ástrós (stóra systir) hittu Jóhann og Lilju í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman. Umsókn Ástþórs og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 14.02.2013 og er var þetta fyrsta umsóknin frá Íslandi til Tékklands þar sem sótt er um að ættleiða systkini. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 13 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Visir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða

Visir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78. Unnsteinn segir að samtökin séu í góðri samvinnu við Íslenska ættleiðingu en það skorti fé til að sinna þessu máli af þeim krafti sem til þarf. Menn vinni að ættleiðingarmálum hinsegin fólks í sjálfboðavinnu.
Lesa meira

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða

Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78.
Lesa meira

Svæði