Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
01.04.2014
Í dag sameinaðist fjölskylda í höfuðborg Tékklands. Ástþór, Sigrún og Ástrós (stóra systir) hittu Jóhann og Lilju í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman.
Umsókn Ástþórs og Sigrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Brno 14.02.2013 og er var þetta fyrsta umsóknin frá Íslandi til Tékklands þar sem sótt er um að ættleiða systkini.
Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári.
Nú hafa 13 börn verið ættleidd frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira
Visir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
31.03.2014
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78.
Unnsteinn segir að samtökin séu í góðri samvinnu við Íslenska ættleiðingu en það skorti fé til að sinna þessu máli af þeim krafti sem til þarf. Menn vinni að ættleiðingarmálum hinsegin fólks í sjálfboðavinnu.
Lesa meira
Vísir.is - Ættleiðing fjarlægur möguleiki fyrir samkynhneigða
31.03.2014
„Ættleiðingar hinsegin fólks erlendis frá hafa og eru enn nokkuð fjarlægur möguleiki. Lögin um ættleiðingar voru sett 2006 en síðan hefur lítið gerst í málunum. Það er eins og eftirfylgnina hafi skort,“ segir Unnsteinn Jóhannsson sem fer fyrir ættleiðingahópi Samtakanna "78.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.