Fréttir

Visir.is - Geta ekki ættleitt erlendis frá

Visir.is - Geta ekki ættleitt erlendis frá
Ekkert samkynhneigt par á Íslandi ættleiddi barn erlendis frá á árunum 2008 til 2012. Þetta kemur fram í skriflegu svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokks. Á umræddu tímabili var 81 barn frumættleitt til landsins af 71 pari. Þau lönd sem helst er ættleitt frá eru Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tógó. Jóhanna María spurði hvort það hafi verið skoðað að gera samninga við lönd sem ekki er ættleitt frá sem stendur en leyfa ættleiðingar til samkynhneigðra.
Lesa meira

Samkynhneigð pör ekki enn getað ættleitt börn að utan

Samkynhneigð pör ekki enn getað ættleitt börn að utan
Ekkert íslenskt par af sama kyni hefur ættleitt barn saman erlendis frá síðan lög sem heimila samkynhneigðum að ættleiða börn voru samþykkt árið 2006. Innanríkisráðuneytið lítur ekki á það sem sitt hlutverk að eiga frumkvæðið að því að afla nýrra sambanda við upprunaríki sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra og segir það hlutverk ættleiðingarfélaga. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir þó að hún styðji slíkar umleitanir og að farsælt gerðir væru slíkir samningar.
Lesa meira

Framboð til stjórnarkjörs

Framboð til stjórnarkjörs
Þau Elín Henriksen, Hörður Svavarsson og Sigrún María Kristinsdóttir gefa öll kost á sér til setu í stjórn áfram, en auk þeirra gefur Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen kost á sér til setu í stjórn. Stjórn er því sjálfkjörin að þessu sinni en vægi atkvæða mun ráða því hverjir frambjóðenda eru kosnir til tveggja ára og hver til eins árs.
Lesa meira

Svæði