Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 18.2.2014
18.02.2014
Dagskrá: 1. Fundargerð seinustu funda 2. Aðalfundur 2014 3. Rekstraráætlun 2014 4. Mánaðarskýrsla janúar 2014 5. Önnur mál
Lesa meira
Vísir - Tvíburasystur kynntust fyrir tilviljun í gegnum YouTube
12.02.2014
Tvær konur, önnur alin upp í Los Angeles og hin í París, fengu það staðfest með DNA rannsókn að þær eru tvíburasystur sem voru aðskildar eftir fæðingu. Systurnar kynntust eftir að önnur þeirra sá myndband með hinni á YouTube.
Konurnar eru fæddar í Suður Kóreu þaðan sem þær voru ættleiddar. Önnur systirin, Anais Bordier, sendi hinni, Samantha Futerman, tölvupóst í febrúar í fyrra og sagði henni frá því að þær væri mjög líkar. Í kjölfarið komst Bordier að því að þær væru fæddar sama dag í sömu borg í Suður Kóreu og að þær hefðu báðar verið ættleiddar.
Bordier ólst upp hjá foreldrum sínum í París en Futerman ólst upp í New Jersey.
Hvorug þeirra hafði hugmynd um að þær ættu tvíburasystur.
Lesa meira
„... ég er fædd í Kína en á heima á Íslandi og ég er ættleidd og ég er stolt af því ...“ Tvímenningarlegur heimur ættleiddra barna. Höfundur Jórunn Elídóttir
10.02.2014
Í þessari grein og rannsókn sem hún segir frá er athygli beint að tvímenningarlegri félags- mótun ættleiddra barna og tengslum þeirra við upprunalandið en um það efni hefur lítið verið fjallað hér á landi. Höfundur á telpu ættleidda frá Kína og áhugi á þessu málefni vaknaði í kjölfar ættleiðingar, þegar takast þurfti á við margvíslegar spurningar, sjónarmið og uppeldislega þætti í daglegu lífi, en ætla má að umfjöllun um tvímenningarlega félagsmótun eigi erindi við alla sem standa í svipuðum sporum. Fræðileg umræða greinarinnar tekur mið af því og snertir nokkra af þeim þáttum sem hafa verið rannsakaðir undanfarin ár og varða þennan málaflokk. Jafnframt eru kynntar niðurstöður rannsóknar þar sem raf- ræn spurningakönnun var send til tíu telpna á Íslandi sem allar voru ættleiddar frá Kína. Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í viðhorf telpnanna til tengsla við Kína og upp- runans þar og reynslu þeirra af því að vera ættleiddar þaðan. Í rannsókninni er sjónum beint að litlum hópi telpna en telja verður líklegt að margt af því sem hún leiðir í ljós um telpurnar tíu geti einnig átt við um önnur ættleidd börn og fjölskyldur þeirra. Ættleiðingar milli landa hafa aukist mikið síðastliðinn áratug og hópur ættleiddra barna er nokkuð fjölmennur í mörgum löndum (Tessler, Tuan og Shiao, 2011). Til Íslands hafa verið ætt- leidd yfir 600 börn. Byrjað var að ættleiða börn frá Kína árið 2002 og í nóvember 2013 hafði 171 barn verið ættleitt þaðan. Árlega hafa að jafnaði verið ættleidd til landsins um fimmtán börn af erlendum uppruna en ættleiðingum hefur fækkað síðustu ár. Í nóvember 2013 höfðu átta börn verið ættleidd á því ári með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar; fjögur frá Tékklandi, eitt frá Tógo og þrjú frá Kína (Hagstofa Íslands 2008; Íslensk ættleiðing, vefpóstur, 22.11. 2013).
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.