Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
DV - Áhrifamikil heimildarmynd um íslenska ættleiðingu á Indlandi
07.02.2014
Heiður María Rúnarsdóttir gerði heimildarmynd um ættleiðingarferli hjóna frá Keflavík - Hjónin ættleiddu tvær stelpur frá Indlandi sem nú eru 13 og 15 ára.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ættleiðingum og hef þekkt Sigfús og Laufey í mörg ár,“ segir Heiður María Rúnarsdóttir, kvikmyndagerðarkona, sem nýlega gerði heimildarmynd um ættleiðingarferli hjóna frá Keflavík. Hjónin séra Sigfús Ingvason og Laufey Gísladóttir ættleiddu tvær stelpur frá Indlandi, þær Birtu Rut Tiasha og Hönnu Björk Atreye, sem nú eru 15 og 13 ára gamlar.
Lesa meira
Mbl - „Barn manns frá fyrstu mínútu“
03.02.2014
Hjónin Ingibjörg Ólafsdóttir og Valdimar Hjaltason hafa ættleitt tvö börn frá Kína. Þau fengu son sinn í hendurnar í október árið 2010 og dóttur þeirra í nóvember árið 2012.
Lesa meira
Mbl.is - Ekkert samkynhneigt par ættleitt frá 2008
31.01.2014
Alls hefur 81 barn verið frumættleitt til Íslands erlendis frá á tímabilinu 2008-2012 samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og sýslumanninum í Reykjavík. Á sama tímabili hefur 71 par frumættleitt barn til landsins að utan. Ekkert par af sama kyni, búsett á Íslandi, hefur ættleitt barn (saman) að utan.
Þetta kemur fram í svari Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra við fyrirspurn frá Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, um ættleiðingar. Hún spurði hve margir hefðu frá árinu 2008 ættleitt börn frá útlöndum, um hve mörg pör væri að ræða og hve mörg þeirra væru samkynhneigð pör.
Þá kemur fram að helstu löndin sem ættleitt er frá séu Indland, Kína, Kólumbía, Tékkland og Tógó.
Jóhanna spurði ráðherra m.a. um það hvort ráðuneytið hefði fengið einhverjar athugasemdir um að erfitt væri fyrir samkynhneigð pör að ættleiða. „Ef svo er, er erfiðara fyrir samkynhneigð pör að ættleiða frá einhverjum ákveðnum löndum fremur en öðrum?“
Reglur upprunaríkis og móttökuríkis geta skarast
Í svari ráðherra kemur fram að Ísland sé aðili að alþjóðlegum samningi um vernd barna og samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa sem undirritaður hafi verið 1993 í Haag í Hollandi (Haag-samningurinn). Megintilgangur hans sé að tryggja að við ættleiðingar á börnum milli landa séu hagsmunir þeirra hafðir að leiðarljósi. Þá byggist samningurinn á því að ættleiðingar á börnum milli landa fari fram í samvinnu stjórnvalda upprunaríkis og móttökuríkis. Upprunaríkin, ekki síður en móttökuríki, setji reglur um hvaða skilyrði þurfi að vera uppfyllt til þess að ættleiðing milli landa geti komið til greina og jafnframt reglur um hæfi væntanlegra kjörforeldra.
Þá segir að oft fari reglur upprunaríkis og móttökuríkis saman en stundum skarist þær. Samkvæmt íslenskum lögum geti til að mynda einhleypir verið ættleiðendur en ekki öll upprunaríki heimila ættleiðingar til einhleypra. Þá séu ættleiðingar til para af sama kyni heimilar samkvæmt íslenskri löggjöf.
„Ráðuneytinu er kunnugt um að ekkert par af sama kyni, búsett á Íslandi, hafi ættleitt barn (saman) erlendis frá síðan lög um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra (sambúð, ættleiðingar, tæknifrjóvgun), nr. 65/2006, tóku gildi. Staðan á Íslandi hvað þetta varðar er sambærileg og þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum, en samstarfsríki þeirra eru þó mun fleiri en samstarfsríki Íslands,“ segir í svari ráðherra.
Telur farsælt að semja við ríki sem leyfa ættleiðingar samkynhneigðra
Þá spurði Jóhanna hvort það hefði verið skoðað að gera samninga við lönd sem ekki væri ættleitt frá sem stendur en leyfðu ættleiðingar til samkynhneigðra.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.