Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Að vera ættleiddur á Íslandi
06.03.2014
Næsti fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 20:00.
Að þessu sinni munu Karen Sif Róbertsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir sem báðar eru ættleiddar frá Indonesíu 1982, deila reynslu sinni af því að alast upp á Íslandi.
Fræðslan mun standa í ca. tvo tíma og mun Lárus H. Blöndal sálfræðingur stýra umræðum í framhaldinu.
Fyrirlesturinn veður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg (gamli Sjómannaskólinn).
Skráning er á isadopt@isadopt.is
Fræðslan er ókeypis fyrir félagsmenn en kostar 1000 kr. fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Aðalfundur ÍÆ 25. mars 2014
03.03.2014
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður í hátíðarsal Tækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, þriðjudaginn 25. mars 2013, kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er samkvæmt samþykktum félagsins hefðbundin aðalfundarstörf.
Lesa meira
Aðalfundi ÍÆ frestað til 25. mars
03.03.2014
ÍÆ hefur borist ábending um að aðalfundur félagsins sem boðaður var á morgun sé ekki vel kynntur eða lítið auglýstur. Það er eðlilegt að taka tillit til slíkra ábendinga og hefur stjórn félagsins því ákveðið að fresta fundinum um þrjár vikur. Fundurinn verður auglýstur ítarlega.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.