Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
VÍSIR - Hinsegin fólk stendur ekki jafnfætis gagnkynhneigðum í ættleiðingum þrátt fyrir að lögin kveði svo um
25.01.2014
„Ástæðan er einföld. Löndin sem við skiptum við leyfa ekki ættleiðingar samkynhneigðra,“ segir Unnsteinn Þorsteinsson, sem fer fyrir áhugahópi um ættleiðingar hinsegins fólks. Í vikunni stóð hópurinn ásamt Samtökunum '78 fyrir fjölmennum fundi um stöðu ættleiðinga á Íslandi eftir lagabreytingar.
Á fundinum kom fram að þrátt fyrir lög og skýran, þverpólitískan, vilja virðast hinsegin pörum ekki vera leiðin greið þegar kemur að ættleiðingum utan landssteinanna.
Lesa meira
MBL - Bíða í mörg ár eftir barni
16.01.2014
Sjötíu fjölskyldur eru nú á biðlista hjáÍslenskri ættleiðingu vegna ættleiðingar barns erlendis frá. Átta börn voru ættleidd hingað til lands í gegnum félagið á síðasta ári og eru það heldur færri en á síðustu árum. Nokkrar fjölskyldur hafa beðið eftir barni frá árinu 2007. Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir félagið líta björtum augum til framtíðar og fagnar nýjum þjónustusamningi sem gerður var í lok síðasta árs.
„Upprunalönd barnanna stýra fjölda ættleiðinga,“ segir Kristinn. „Mjög mörg upprunalönd hafa dregið talsvert úr ættleiðingum og því hefur ættleiðingum farið fækkandi í heiminum undanfarin ár.“ Hann bendir á að áður hafi mörg börn verið ættleidd frá sumum löndum, en nú hafi löndin dregið saman seglin og færri börn komi þaðan.
Lesa meira
Samþykktur til ættleiðingar
16.01.2014
Frönsk kvikmyndahátið hefst á morgun í Háskólabíói stendur út mánuðinn. Á hátíðinni verðu sýnd myndin Samþykktur til ættleiðingar eftir Laurent Boileau.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.